Bloggvinur geirfz

Átti eftir að skrifa um bloggvin minn og son Geir Fannar Zoega.  Hann fékk bloggvinaboð frá mér meðan hann var á sjó og svo þegar hann kom í land samþykkti hannW00t .  Þá var langt um liðið og ég geymdi að skrifa pistil um hann.  Svo nú er komið að því.  Geir Fannar er sjómaður í húð og hár.  Hann ætlaði frá því hann var gutti að verða sjómaður.  Hann er duglegur, ósérhlífinn og hefur sterkar skoðanir.  Einkum á málefnum er tengjast sjómennsku.  Það er einnig honum að þakka að við fengum þessar líka fínu enduropnanlegu pakkningar á ostasneiðarnar okkar.  Geir Fannar ef þú lest þetta máttu alveg koma með söguna af því hérna í commentakerfiðSmile !  Skemmtileg saga og segir mikið um hugkvæmni ungra og áræðinna manna.  Gaman að vera bloggvinur þinn.InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Var ekki bbúin að heyra af þessu með endurlokanlegu ostapakkana, fékk hann ekki einkaleyfi drengurinn ? Flott hjá honum ...væri gaman að lesa þessa frásögn. Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.9.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband