Helgarspjall

Nú er að skella á helgi.  Man hvað maður gat beðið spenntur eftir þeim helgunum hérna í "denn".  Skella sér á ball og annað, þegar best lét.  Hvað maður nennti þessu. Hvað þetta gat nú verið gaman samt sem áður.   Nú er af sem áður var. Sem betur fer.  Öllu rólegra líf.  Fjölskyldulíf.  Ömmu og afahlutverkið felur það í sér að stundum fáum við næturgesti um helgar.    Nú erum við að vinna okkur upp í hugarfar til að nýta herbergi sem lítið hefur verið notað síðan "ungarnir" yfirgáfu hreiðrið.  Geta gistiaðstöðu fyrir unga sveina þar.  Það verður gaman að taka til og skapa rými fyrir litla karla í "ömmuhúsi" eins og þeir kölluðu það fyrst um sinn.  Nú er það Sólheimar,  þessar nafngiftir þeirra peyjanna fylgja aldri og þroska.  Um helgina langar mig líka að kíkja á einhverja djassviðburði á djasshátíð Reykjavíkur.  Kannski fer ég að sjá og heyra Sigurð Flosason sem kemur fram með góðu gengi um helgina.  Hver veit?  Ef ég verð ekki að passa prinsana okkar.  Helgin verður vonandi góð okkur flestum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heil og sæl ljúfust. Ég er gömul sál  og tók allt djammið út á örfáum árum og nenni varla að gera neitt lengur. En ég kemst svo sem ekki upp með það. það fylgir mikið samkvæmislíf þessari ágætu pólitík, en líka menning og það er gaman. Fór á leikritið hjá Ásdísi minni og krökkunum í leikfélaginu í Mosó um síðustu helgi og naut í botn.

Hafðu það gott um helgina og njóttu ömmulinganna.

Herdís Sigurjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 17:04

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Góða kvöldið...

Hugsaðu þér ef formæður okkar hefðu nú getað bloggað um ást sína á ungviðinu/barnabörnunum....Hversu oft tók hún móðir okkar elskuleg og pabbi auðvitað líka ungana okkar undir sinn verndarvæng...og alltaf voru þau boðin og búin til þess..... Það er svo gaman að upplifa það núna að vera í þessum sporum . Taka ungana og hafa þá hjá sér meðan foreldrarnir eru uppteknir af námi eða vinnu/vinnufundum /námsskeiðum líkt og við vorum, núna er meiri tíma eða allavegana verður meira úr frítímanum..Gangi ykkur sem best með litlu grallarana um helgina.  Magga "systir"

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.8.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband