Hjálpi mér hamingjan

 

Í góðum gír

með gömlum vini

gekk ég

einn dag

 

Hvers vegna

spurði hann

er lífið

ekki leikur?

 

Við því

er ekkert svar

nema kannski

köld þögnin

 

Ég hvísla

svo lítið ber á

hjálpi mér

hamingjan

 

 

            Vilborg Traustadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er þetta fallegt hjá þér Vilborg. 

Marta B Helgadóttir, 29.8.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Brattur

... já það er allt í lagi að biðja hamingjuna um hjálp... því "hamingjan sanna staldrar um stund, svo er hún rokin á annarra fund"... gott ljóð Vilborg... skemmtileg hugsun...

Brattur, 29.8.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æ - takk bæði 

Vilborg Traustadóttir, 29.8.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband