Solla systir á "skerið"

Solla systir sest á "skerið" aðra nótt.  Hún stoppar í viku núna en kemur aftur 2. október ásamt dóttur sinni Lucy sem fer í skóla hér. Ég ætla að renna suðreftir og sækja hana.  Við systur höfum haldið ágætis sambandi gegn um árin, með hléum.  Ég sagði á tímabili að þær systur mínar væru "bestar bréflega"Wink ! Það er nefnilega "mislangt" á milli fólks eftir því hvar það er statt í lífinu.  Það var um tíma "lengra" á milli okkar systra en venjulega.  Maður lærir af lífinu og mín reynsla er sú að ef það "lengist" á milli þá er nauðsynlegt að skella sér umsvifalaust úr "dómarasætinu" og gerast umburðarlynd og auðmjúk.  Mýkja mig upp gagnvart málum.  Það er vandi en mikið er það léttara líf.  Í dag er ég sátt við alla menn að systrum mínum meðtöldum Smile .  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, margt hefur verið rætt og ritað í gegn um árin um líf okkar allra. En ég er löngu búin að vinda ofan af mér vegna Sollu og síðasta samtals við hana. Hennar "akjón" er hennar....ætla ekki að slíta mér út á því að reyna að tala um fyrir 56 ára gamalli manneskju.  Komin tími til að hún hugsi sjálf fyrir því hvað henni og hennar fólki er fyrir bestu !! Vona bara að aldraðir foreldra mínir geti látið sem ekkert sé þennan tíma sem hún verður hjá þeim og sætti sig við það sem hún ætlar að gera í framtíðinni.....

Hef alltaf elskað systkini mín þó ég hafi ekki alltaf verið sátt við það sem þau eru að gera hverju sinni. Þroski er góður og hjálpar okkur gegn um lífið....annars værum við strand í tilverunni...............

Ekki hafa allir verið sáttir við sambandsslit eða annað í þessari fjölskyldu en - hugsum á þessum nótum - sumt hefur verið til hins betra - annað ekki - en sem betur fer oftar en ekki orðið til góðs.

Amen á eftir efninu Vilborg mín - Love you...

Magga systir

E.s. Eins og í gamla daga.

Var að benda sýslumanninum á að koma með okkur á námskeiðið hjá Erni Inga - hann var volgur. Hann er mikill áhugamaður um list. Þetta verður orðin litskrúðugur hópur - Vonandi.

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.8.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Heyr heyr fyrir sýslumanninum ef hann kemur.  Eru ekki einhverjir fimir penslar í bloggheimum sem hafa áhuga á að bóka sig á námskeiðið???  Já gott hjá okkur að vera að þroskast og hárrétt að hugsa sem svo að sumt sé til góðs og annað ekki....líka það að maður getur snúið áföllum sér til góðs.  Hlakka mikið til að koma á námskeiðið helgina áður en ég skelli mér í detoxið til Póllands.  Það var í Póllandi sem listagyðjan vaknaði fyrir alvöru aftur hjá mér....

Vilborg Traustadóttir, 27.8.2007 kl. 20:34

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Við fórum saman á vissan stað í dag.....og ég vissi að hann hefði langað á svona námskeið, hann varð hugsi og vonandi lætur hann drauminn verða að veruleika.

Held ég verði bara að fara til  Póllands áður en langt um líður......dreymir um skóga og gönguferðir....fjöllin verða að hopa á meðan. Hitti hana Stellu á "Bláu könnunni" hún er tilbúin að taka á móti mér með myndir....tala við hana eftir nokkra daga...e.t.v. verður þetta bara okt - nóv. sýning með ljóðum eftir vel útvalið fólk !! Ætla sjálf að sleppa ljóðum í þetta sinn....vil fá aðra til að hjálpa mér.....þannig tengist fólk betur LISTINNI....og aldrei að vita eftir námskeiðið að það verði gestamyndir !! Verum bjartsýn á lífið og tilveruna - fáum þetta eina tækifæri hér á jörð.

Love.

Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.8.2007 kl. 20:44

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Til að fyrirbyggja misskilning, var þessi vissi staður okkar sýslumanns vinnutengdur....bara svona innslag ! Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 08:30

5 Smámynd: Brattur

... Vilborg... þú ert á réttri leið... komin á þakklætisskeiðið...... það var gott að Magga tók þetta fram með staðinn sem hún hitti sýslumanninn... ég var farinn að hugsa alskonar vitleysu...

Brattur, 28.8.2007 kl. 21:25

6 Smámynd: Brattur

Magga... ég er ekki að komast inn í á síðuna þína... er ekki sama aðgangsorðið?

Brattur, 28.8.2007 kl. 21:27

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Brattur, ég þarf oftast að logga mig út til að lykilorðið virki hjá Möggu, svo logga ég mig inn aftur á síðunni hennar, þegar ég er komin inn þar ef ég kommenta á síðunni hennar. Þakklætið er móðir svo margra góðra tilfinninga.  Ég var líka farin að hugsa mitt með "sýsla"!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 22:06

8 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Brattur, sama lykilorð ef þú mannst hver er besti dagur ársins og bjartasti mánuður ársins....FJÓRIR....tölustafir....URR MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 29.8.2007 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband