sun. 26.8.2007
Grænmetið upp
Tókum upp kartöflur rófur og annað sem eftir er í görðunum í gær. Það er æðislegt að fá nýtt grænmeti. Við erum búin að taka upp jöfnum höndum í ágúst og eigum aðeins eftir dálítið af kartöflum og hnúfukál sem verður tekið í dag eða á morgun. Ég gerði mjög góða grænmetissúpu í gær fyrir okkur hjónin. Sonarsynir mínir sem voru með mér tíndu kartöflur af miklum móð upp í bala og svo skiptum við fengnum. Þeir tíndu einnig gras fyrir Mímí sem var að úða því í sig í morgun.
Er að reyna að láta mig hlakka til einhvers og ætla að fara eitthvað á röltið á eftir. Húsið er svo ótrúlega "tómt" síðan Palla kisa fór frá okkur. Hún gerði sig einhvern veginn "svo gildandi". Var alls staðar þar sem var hreyfing. Stökk fram fyrir Mímí í matinn, kom upp í á morgnana og lagðist á sængina Geirs megin, rak hann hreinlega fram úr um helgar. Var sannkölluð prímadonna. Mímí sem alltaf hélt sig til hlés meðan Palla var, er farin að koma upp í á morgnana og leggst þá á sængina Geirs megin. Lífið heldur áfram þó með öðru sniði sé.
Athugasemdir
Já, gaman að þessu brasi í görðunum og samverustundirar ykkar fleiri fyrir bragðið. Við Dalí erum búin að fá okkur langa göngu í frábæru veðri sól og hita. Vorum með gesti í kvöldmat í gær, mjög gaman og frábær matur a la José...meira síðar. Eigið góðan daga. Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.8.2007 kl. 12:30
Var á svölum eftir hádegið og var að mála. Sólin var þó svo heit að ég þurfti að hörfa inn og kæla mig niður um stund...nú fer ég að taka myndir af myndum og biðja vel valið lið að semja ljóð !!. Ein myndin mín í dag lofar góðu og önnur sem var hálfkláruð er bara nokkuð góð eftir að ég tók hana svolítið í gegn líka.... En hendurnar mínar eru ekki fallegar þrátt fyrir góðan þvott, meira hvað maður atar sig alltaf út í þessari olíumálun !! Heyri í þér. Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.8.2007 kl. 16:41
Frábært að þú ert að mála. Vorum að pressa krækiber í dag ég og "gamla settið"...
Vilborg Traustadóttir, 26.8.2007 kl. 21:28
Frábært að fá nýtt Íslenskt grænmeti, ummmm.......
G.Helga Ingadóttir, 26.8.2007 kl. 22:53
... grænmetissúpur eru svakalega góðar... ég verð bara svangur þegar ég les þetta hjá þér og verð að stökkva niður í ískápinn... er einmitt að hugsa hvað þessi dýr eru manni mikilvæg... hérna sit ég við tölvuna og konan við hliðina, á gólfinu hann Kátur og Frú Emilía upp í sófa... þetta er eitthvað svo notalegt...
Brattur, 27.8.2007 kl. 00:32
Sæl. Nú er bókalistinn tilbúinn á síðunni minni.
Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 02:33
Það er einhvernvegin meira heimili að hafa dýr, og verða bara partur af fjölskyldunni...það er eitthvað svo notalegt eins og Brattur segir....Frú Emelía er flott nafn...Þær þyrftu að hittast hún og Mímí....
Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 27.8.2007 kl. 09:16
Rosalega líður tíminn hratt..allt í einu er komið að lokum þessa sumars og skólar að byrja og haustið tekur brátt völdin með allri sinni litadýrð og uppskeru sem vonandi verður góð hjá öllum og á öllum sviðum....Já það er ótrúlegt hvað heimilsdýrin okkar verða stór þáttur af fjölskyldunni. Persónulega er ég hrifnari af köttum en hundum vegna þess hvað þeir eru sjálfstæðir. Þeir þurfa ekki eins mikið á manni að halda eins og hundurinn nema þeir sem eru inni kettir.. Hún Sóta sem ég hef vanið á að vera í bandi hér út og skilur vel hvað út þýðir þá æðir hún upp tröppurnar og hoppar á hurðina og hún hefur verið sátt við það en í gær slapp hún út tvisvar óbundin en kom sem betur fer inn aftur og heil á húfi..Mér nægir að vera búin að missa tvo ketti eða réttara sonum mínum.....held að þeir þoli ekki mikið meir kattshvörf..reyndar ekki ég heldur því manni er ekki sama og eins og þú veist þá eru þessir bengali kettir með mjög sérstaka lund og skemmtilegir...en heyrumst síðar vinkona
Agný, 27.8.2007 kl. 09:50
Já satt er það, tíminn flýgur. Ég er alveg eyðilögð út af Pöllu enda get ég engum um kennt nema mér að láta þær vera þarna úti þó ekki væri nema stutta stund. Þeim fannst það bara svoooo gaman. Ég ætla að vona að við fáum að byggja yfir svalirnar hér í blokkinni en þær eru barn síns tíma og nýtast illa eins og þær eru en myndu stækka íbúðina til muna yfirbyggðar og slysahætta yrði lítil sem engin ef þær yrðu það. Já ég segi sama það er svo notalegt Brattur að hafa dýrin hjá sér og kring um sig. Magga m.a.s. þegar Dalí kom upp í!!!!!
Vilborg Traustadóttir, 27.8.2007 kl. 12:30
Dalí er hress hundur og lætur ekki alltaf að stjórn en skemmtilegur er hann. Hann var að vesenast með bein undir rúmi um daginn sem engin mátti koma nálægt nema hann, þar til José tók það og henti því, hann var ekki sáttur en var farin að vera helst til ráðríkur með þetta bein sitt.....þegar hann kom uppí var hann auðvitað að reyna hversu langt hann kæmist með þig...og brosti auðvitað til þess að bræða þig...hehe Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 08:41
Ég sé hann enn fyrir mér....ef hann hefði verið maður hefði hann hiklaust brætt mig.... en hundur....nei.......sé samt eftir að hafa ekki lofað honum að lulla sófinn var tvíbreiður og allt....
Vilborg Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.