Palla er ekki til

Sonarsynir mínir voru hjá mér í dag. Eða tveir af fjórum mögulegum.   Sá eldri pælir dálítið í dauða Pöllu, kisunnar okkar sem datt fram af svölunum og dó í kjölfarið.  Hann kom upp með það af og til að Palla væri dáin.  Svo sagði hann "nú er Palla ekki til!  Ég sagði við hann að það væri rétt en nú væri hún sennilega farin í himnasveitina þangað sem önnur dýr sem deyja fara.  Þar sem þau lékju sér saman og liði vel.  En kemst hún þá aftur hingað?  Nei sennilega ekki var máttleysislegt svarið en vonandi líður henni vel þar sem hún er."   Þetta eru erfiðar pælingar fyrir fjögurra ára gutta og ég man mínar vangaveltur sem barns yfir eilífðarmálunum og hvað tæki við.  Hvort eitthvað tæki við o.s.frv.  Ég man þegar ég var að staðsetja mig í alheiminum og fór að hugsa um hve lítil ég væri nú í öllum þessum heimi.  Þá helltist yfir mig slík skelfing að ég hljóp í einum spretti heim til mömmu og var sannfærð um að ég væri að deyja.  Ég var 9-10 ára þegar þetta var.  Mamma leitaði með mig til læknis og ég fékk einhverjar taugapillur sem ég var látin taka þegar þetta kom yfir mig.  Held ég hafi nú ekki tekið margar þeirra.  Seinna tók systir mín allar pillurnar mínar inn  m.m. en sem betur fer var hægt að koma henni á sjúkrahús og dæla upp úr henni.  Það þurfti þó að opna veginn sem var ófær þegar þetta gerðist.  Á meðan það var mokað var beljan mjólkuð og dælt ofan í hana volgri mjólk.  Systir mín hafði ætlað í partý en foreldrar okkar bönnuðu henni að fara.  Ég hélt hún hefði tekið pillurnar til að komast í bæinn!  Hvað um það þetta fór vel hjá henni en hún var þegar þetta gerðist nýbúin að missa vinkonu sína með þessum sama hætti.  Þessi örstutta upprifjun minnir mig á hve stutt er á milli feigs og ófeigs.  Mér finnst gott að minna mig á það og vera eins góð manneskja og ég get í dag því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... þetta er nú einmitt málið Vilborg, nýtum tímann og látum gott af okkur leiða... reynum a.m.k.

Brattur, 25.8.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband