Sorgarferli

Hver hefði trúað að það væri hægt að sakna einnar kisu svona mikið?  Auk þess kisu sem var alger "ljóska"!!!! Við Mímí eigrum um íbúðina.  Hún leitar, ég segi hanni að það þýði ekkert að leita.  Tek hana upp og við huggum hver aðra.  Mímí er kisa sem vill láta lítið fyrir sér fara.  Palla var "hér er ég" týpan.  Þær voru góðar saman.  Nú verðum við að finna nýja rútínu.  Kannski fer ég að labba með Mímí í beislinu sínu stuttar gönguferðir? Ég beislaði þær gjarnan á svölunum þegar þær voru þar úti.  Svo fór ég að leyfa þeim að vera með mér úti.  Þær virtust höndla það en ég var alltaf hrædd um þær.  Svo leit ég af þeim, fór inn og Palla fór fram afFrown.  Hefur ábyggilega verið að elta flugu og gleymt sér.  Það var mikið af flugu úti þennan dag.  
Fer í klippingu á eftir og svo í matjurtagarðana með mömmu og pabba að taka upp grænmeti.  Kannski tek ég Mímí með í beislinu sínu?  Henni finnst gott að fá gras.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hafið það sem best í matjurtargörðunum í dag og það er áb.lega gott fyrir Mími að fara út og gleyma sér svolítið. Passaðu bara að hún hlaupi ekki frá þér. Þarftu ekki bara að fá þér annan kött þegar frá líður Liggja skilaboð hjá Dillu um að Örn hringi í mig, hann var ekki heima. Meira síðar. Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 15.8.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk, það var of mikill vindur svo ég skildi Mímí eftir að þessu sinni.

Vilborg Traustadóttir, 15.8.2007 kl. 18:29

3 Smámynd: G Antonia

Er "rok" heima  og ég sem er alveg að koma heim á ný !!! 
Búin að missa af fína sumarveðrinu, en næ þá haustinu- það getur nú verið fallegt veður í ágústlok og september  og kertaljósa tíminn skellur á, á ný !!!
Láttu þér líða vel Ippa mín!
kær kv

G Antonia, 15.8.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Knús til ykkar allra og sérstaklega til ykkar Mímíar, það er gott að þið getið huggað hvora aðra. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 15.8.2007 kl. 23:56

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gott að þið hafið hver aðra allavega, Mími og þú

Marta B Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 00:08

6 Smámynd: Agný

Kæra vinkona þessir kettir sem eru svona hliparafkomendur mínir eru mjög svo skrítnit. Knaksi Palla hafi verið samferða minni lost Blíðu sem var bomm en ef að Mímí vill éta gras þá er það til þess að hreinsa hárboltana úr maganum.....En jumpaði Palla fram´af svölunum?

Agný, 16.8.2007 kl. 00:13

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk kæru bloggvinkonur. Guðbjörg það spáir betra núna aftur.  Kannski nærð þú því.  Annars finnst mér hressandi að koma í rok og rigningu eftir lognmolluna erlendis.  Agný já sennilega, sá það ekki en það var mikið um flugur úti og sennilegt að hún hafi gleymt sér greyið við að veiða. Ég skrapp inn að þvo mér um hárið og ákvað að leifa þeim að vera úti smá stund í góða veðrinu.  Hefði betur verið "vond" við þær og sett þær inn!  Íbúðin er tóm án hennar.  Hún var alls staðar meðan hún lifði og Mímí læddist með veggjum. Tár tár og aftur tár.........

Vilborg Traustadóttir, 16.8.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband