mán. 13.8.2007
13.ágúst
Pabbi á afmæli í dag. Hann er 89 ára kallinn. Heldur upp á það með pizzu-partýi norður á Sauðanesi. Ég hringdi í hann í morgun tl að óska honum til hamingju með daginn. Hann var bara hress en sagði fremur svalt fyrir norðan.
--
Önnur kisan okkar hún Palla dó í dag. Var að leika sér úti á svölum þegar ég brá mér inn. Hún datt niður og dó af völdum áverkanna. Við búum á 9. hæð. Það er sárt að sjá á eftir svo sérstökum ketti sem hún var. Ég brunaði með hana beint upp á Dýraspítalann í Víðidal þar sem allt var gert til að hjálpa henni. Því miður hefur innvortis blæðing verið of mikil fyrir elsku kellinguna okkar. Ég sem hef yfirleitt ekki leyft þeim að vera einum og lausum þarna úti en í þetta sinn var ég ekki á verði og það fór sem fór.
--
Sorglegt og sárt en svona er lífið það hefst og það endar. Mímí er ein eftir og virðist skynja hvað hefur gerst því ég las mikla sorg úr augum hennar þegar ég kom heim Pöllulaus.
--
Þannig að það er sorg hér í dag vegna þessa og verður afar tómlegt að vakna næstu morgna þar sem Palla var vön að koma uppí og liggja á sænginni Geirs megin þegar hann fór í vinnuna.
--
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hringdi líka í gamla í morgun, hann var nokkuð hress, nú vonar maður bara að hann hafi það í 90 árin. 7,9 og 13.
Ég var alveg miður mín yfir sorgarsögunni um hana Pöllu ykkar, Dalí áttaði sig á því þegar fuglinn okkar dó hvað hafði gerst og var líka sorgmæddur í augunum, hann fór með þegar við Tinna jörðuðum hann og veit hvar hann er grafinn, það fyrsta sem hann gerði á hverjum morgni var að fara að búrinu og athuga með fuglinn þó svo að honum væri frekar í nöp við það þegar ég var að þrífa búrið og sinna fuglinum. Svo ég er ekki hissa þó Mímí hafi verið sorgmædd, hún hefur áttað sig á hvað var í gangi.
Þó það sé mannbætandi að eiga dýr er þetta það erfiðasta af öllu og ekki verið létt fyrir þig að fara og taka hann upp og fara á dýraspítalann....finn svo til með ykkur.....en kannski er þetta partur af "prógraminu" sorgin yfir missinum...en vonandi líður Pöllu betur núna en stórslasaðri eftir fallið, við trúum því. Það er ekki svo langt síðan Dalí var bitin á barkann og ég hélt að við mundum missa hann, þvílíkt drama í gangi þá nótt, og þvílík gleði þegar Elfa dýralæknir sagði að hann væri heppnasti hundur í heimi, bitið einum millimeter lengra til hægri og slagæðin í sundur......það var kvöl og síðan gleði.
Sendum ykkur kveðjur héðan frá Akur og vonum að Mímí haldi áfram að vera ykkur til gleði.
Lot of love. Heyrumst. Magga systir. "Miss you"
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.8.2007 kl. 21:39
Takk fyrir þetta. Ég vann þetta eins og robot. Strekkti handklæði undir hana og lyfti henni í bælið sitt sem ég bar svo í bílinn. Hringdi í Dýraspítalann á leiðinni. Svo þergar ég klappaði henni í kveðjuskyni og hún gerði sér dælt við mig var ég alveg búin. Þá kom spennufallið hjá mér. Dýralæknirinn sótti bréfþurrkur fyrir mig og gaf mér knús. Svona er lífið og ég get ásakað mig að hafa ekki sett hana inn um leið og ég fór inn sjálf en það þýðir ekkert.Kærar kveðjur norður til ykkar. Það er gott að fá góðan hug.
Vilborg Traustadóttir, 13.8.2007 kl. 22:21
Vilborg mín, ekki ásaka þig, veit að undirmeðvitundin segir annað en þetta fór svona og því verður ekki breytt. Nú er bara að horfa fram á við og hugsa um góðar stundir ykkar saman....biðjum fyri Pöllu !! Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.8.2007 kl. 22:50
Annað - græt þegar ég hugsa um þig með bréfþurrkurnar....vevvvvvvv...nei, nú reyni ég að fara að sofa.....þvílíkt og annað eins....love. Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.8.2007 kl. 22:52
Leitt að heyra með kisu greyið.
Einu sinn sagði mér nú góður maður, sem á afmæli í dag, að kettir veldu sér flestir brottfarardag. Palla kerlingin hefur samkvæmt því valið sér leiðina. Lenti í svipuðu atviki stuttu eftir skilnaðinn, með kisu sem átti að lífga upp á pabbahelgarnar.
Ákaflega dapurlegt, en eins og með svo margt annað, partur af lífinu. Hugsa til þín frænka!
Magnús Þór Jónsson, 13.8.2007 kl. 23:32
Elsku vinkona.
Takk fyrir að fá að vera með þér í dag.
Kveðja til ykkar allra.
Kristín elsta og besta
Kristín Sigurjónsdóttir, 13.8.2007 kl. 23:42
Ó það er svo gott að lesa frá ykkur......Ég er alveg eyðilögð út af Pöllu. Hún var tekin með keisaraskurði vegna þess að ég var með mömmu hennar Mímí í "búrlegu" en Mími hafði slasast og mjaðmagrindarbrotnað. Elsta barnabarnið á Mímí. Mimí dagaði svo uppi hjá ömmu (mér) vegna kattaofnæmis hjá móðursystir Geirs Ægis. Palla vaknaði því á milli brjóstanna á mér þar sem ég tók hana að mér fyrstu dagana meðan Mímí jafnaði sig á svæfingunni. Enda var Palla aldrei með það á hreinu hvort ég eða Mímí væri mamman. Hún var svo mikil "ljóska"!!! Svo var talsvert af flugum á kreiki í dag og sjálfsagt hefur hún verið að elta eina slíka þegar hún flaug....Maggi ábyggilega rétt þetta með að kettir velji sér brottfarardag, allavega velja þrir sér oft húsbændur...... Takk öll og takk Kristín fyrir að vera til staðar í dag sem ætíð.
Vilborg Traustadóttir, 13.8.2007 kl. 23:52
æi hvað er leitt að heyra þetta Vilborg min, samhryggist, það er alltaf erfitt að missa það sem maður á og þykir vænt um.
Sendi þér hlýja strauma **
ps og bið að heilsa Kristínu líka ** þið eruð svo sannar og "fallegar" vinkonur, og gaman að hafa fengið að kynnast ykkur "eilítið"
knús frá mér*
G Antonia, 13.8.2007 kl. 23:54
til þín líka Guðbjörg og takk........
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 00:05
... þetta er agalega sorglegt með kisuna þína... ég á sjálfur bæði kött og hund... þau verða svo náin manni... fyrri kötturinn okkar dó í fanginu á mér eftir aðgerð hjá dýralækni... það var sárt... skil vel hvað þetta er erfitt kæra Vilborg... góðar kveðjur að norðan...
... en til hamingju með pabba gamla!
Brattur, 14.8.2007 kl. 00:10
Takk Brattur og knús til þín (ykkar) norður. Dýrin eru svo varnarlaus og treysta manni svo skilyrðislaust. Og sorglegt með köttinn ykkar. Svo er maður eitthvað svo vanmáttugur. Það hræðir mig. Ég talaði kjark í Pöllu alla leiðina og hún trúði mér! Reis upp þegar ég kvaddi hana. Vildi ábyggilega koma með mér aftur heim.-Takk, takk og sé væntanlega þann gamla á morgun.
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 00:53
Alveg ótrúlega gott að eiga svona góða bloggvini og vini, maður finnur fyrir svo mikilli samkennd og væntumþykju hér ! Frábært fólk.
Kveðjur til ykkar allra.
Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 08:15
Elsku Vilborg mín var bara að frétta þetta með hana Pöllu. Alveg hræðilega sorglegt, hún var alveg frábær köttur og sýndi á sér margar skemmtilegar hliðar í Djúpuvík. Knús úr Mosó, Herdís Litla elstu og bestu
Herdís Sigurjónsdóttir, 14.8.2007 kl. 10:09
Já ég á yndislega bloggvini. Takk Herdís. Takk öll fyrir samúðina og uppörfunina. Mími er eins og ég vængbrotin í dag (ef það mánota það orð um kött). Hún varð vitni að slysinu og veit sínu viti en hlustar samt af og til eftir Pöllu. Mímí er ekki vön að koma uppí á morgnana. Geir lagði hana upp á sængina sína í morgun en hún flutti sig til fóta hjá mér. Grey dýrið skynjar þetta allt.
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 11:27
Æ, á Mímí litlu....dýrin vita meira en við höldum. Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 12:15
samhryggist innilega kæra frænka eins og ég sagði í símann í gær. þetta verður auðveldara og sjálfsásökunin dofnar líka, þekki það af eigin raun. maður þarf bara að muna hversu mikið dýrin gefa manni í lifanda lífi, alveg eins og mannfólkið, og fagna því frekar en að syrgja. auðvelt að segja svona, ekki satt? ég hugsa til ykkar!
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 13:24
Takk Drífa.. Já ég er hætt að ásaka mig. Palla var með lítið hjarta en ótrúlega mikil ljóska. Þegar ég lét hana út á Djúpuvík varð hún skíthrædd og hljóp inn aftur. Fékk víðáttufælni. Tók marga daga að þora út, greyið. Kannski hélt hún að hún gæti allt!!!!! En hún gat því miður ekki flogið....
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 18:05
Æi..leiðinlegt að heyra..knús til ykkar..
Stella (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 19:39
Til hamingju með pabba þinn í gær.
Ég á engin húsdýr og hef ekki haft nein síðan ég var kornung og nýbyjuð að búa, þá vorum við með ketti. Núorðið er ég svo mikið einsömul að mig er farið að langa til að fá mér hund eins og gömlu konurnar í stórborgunum erlendis sem tala aldrei við neinn annan en hundinn sinn. En það er þó kannski skárra heldur en að tala endalaust bara við sjálfan sig . Hundgreyið getur þó a m k gelt á mann og það eru þó samskipti (...æææ ég hef svo kaldan humor stundum) Sonur er mjög hlynntur hugmyndinni, hefur reyndar komið þessu sjálfur inn í kollinn á mér hægt og sígandi á sinn hæverska hátt ... Fjölskyldan tekur ekki vel í þetta systur mínar tvær og bróðir segja að ég skuli vita það strax að þau muni EKKI passa fyrir mig þegar ég fer til útlanda í fríum. Veit ekkert um hunda og þarf að studera þetta vel frá a til ö.
Marta B Helgadóttir, 14.8.2007 kl. 19:40
Samhryggist vegna Pöllu.
Marta B Helgadóttir, 14.8.2007 kl. 19:41
Vil bara segja þetta Marta ef ég væri ein væri ekki spurning í mínum huga hvern ég veldi fyrir félaga "Hund" En segðu fjölskyldunni að það er ekkert mál að passa hund, það verður smá samkeppni um hver á að passa næst ! Vel upp alin hundur er gersemi. Ég hafði ekki trú á þessu, er þó úr sveit en þar voru hundarnir hafðir úti í fjósi eða hlöðu, minn er baðaður einu sinni í viku, oftar þvegnir fætur og burstaðar tennur og feldur....þvílíkur félagsskapur og barnabörnin umbáru hann fyrst en elska hann núna. Ef þú ferð á Dýraland.is þá á þessi elska síðu undir nafninu Dalí og þar sérð þú hversu umvafinn hann er. Mæli með þessari tegund, þeir vita hvað maður er að meina ef rétt er að farið......Magga systir Vilborgar
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 21:43
Takk stelpur. Ég er oft með tárin í augunum vegna Pöllu og vegna þess hve einmana Mímí er. En ég gleðst líka yfir skemmtilegum minningum og ég veit að þær verða ofan á þegar fram í sækir.
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 23:03
Hæ Vilborg mín. Ég samhryggist þér innilega vegna Pöllu. Svona er víst lífið, stundum er okkur gefið og stundum frá okkur tekið það sem okkur þykir vænt um. Mér var líka hugsað til litlu pjakkanna, hvort þeir tækju þátt í jarðarför eins og ég man eftir í bernsku þegar kisa, hundur eða fugl dó og við jörðuðum í garðinum hjá ömmu og bjuggum til kross ofan á með því að raða steinum í kross ofan á gröfina meðan við sungum - Ó faðir gef mér lítið ljós- eftir að hafa farið með faðirvorið meðan við mokuðum yfir. Það létti á barns sálinni að taka þátt í lífi og dauða og stundum biðum við eftir að horfa á sálina stíga upp til himins en gáfust oftast fljótt upp enda þolinmæði æskunnnar ekki mikil.
Ég hefði gjarnan viljað hitta þig yfir kaffibolla í dag en var ekki laus fyrr en um kl.19, ég á það bara inni. Sjáumst, She
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 14.8.2007 kl. 23:29
Takk Sigríður Hrönn. Ég lét Pöllu nú bara fylgja öðrum köttum sem féllu frá á Dýraspítalanum í gær. Við höfum engan stað til að jarðsetja á en munum örugglega minnast hennar með gleði. Hún fór í "Himnasveitina" þar sem öllum líður vel.Við höfum lengri fyrirvara á kaffibollanum næst, datt þetta bara í hug þegar ég var að renna af stað á Mann lifandi.
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 23:43
Púff, ég á ekki börn og þegar ég les blogg, fréttir eða annað um veik börn eða látin þá verð ég afskaplega sorgmædd en græt sjaldan.
En ég á hinsvegar kisu, Monsu, og þegar ég les eitthvað svona eins og af Pöllu get ég hágrátið! Ef ég væri heima að lesa þetta hefði ég bara frussað tárunum út um allt en verð víst að hafa hemil á mér í vinnunni og þurrka því þrjóskustu tárin í ermina á peysunni minni.... Get ekki hugsað þá hugsun til enda að það komi að því að hún deyji. Veit að sjálfsögðu að ég á eftir að verða eins þegar ég eignast börn sjálf, og miklu verri....
Harpa Oddbjörnsdóttir, 15.8.2007 kl. 12:34
Æ takk Harpa. Við erum alveg afskaplega döpur hér ennþá. Og verðum örugglega áfram. Hins vegar skilur Palla eftir svo mikla gleði að ég veit að hún verður yfirsterkari þegar frá líður. Bið að heilsa Monsu.
Vilborg Traustadóttir, 15.8.2007 kl. 18:27
Sæl Magga systir Vilborgar Mikið var gaman að fá línu frá þér, það var hugulsamt að skrifa mér. Ég var að skoða síðuna hans Dalí og satt best að segja er ég farin að hugsa þetta af nokkurri alvöru. Við sporðdrekarnir (Vilborg er líka dreki, eða man ég það ekki rétt?) erum eins og ísjakinn, traustir og gegnheilir en það sést ca einn tíundi af því sem undir niðri býr En grínlaust þá hef ég heimsótt fjölskyldu sem er með Chiuahua hund (kann ekki að skrifa þetta...). Ég er samt ekki komin lengra en svo í þessum hugleiðingum.
Marta B Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 00:05
Ég er Steingeit, en þær eru líka með þessi einkenni sem þú lýsir. Nafnið Vilborg þýðir líka traust sem virki ef ég man rétt. Er gamalt enskt nafn. Gangi þér vel með að athuga með hundinn. Sá rétti kemur þegar þú ert tilbúin fyrir hann.
Vilborg Traustadóttir, 16.8.2007 kl. 10:16
Sælar. Gaman að þér líkaði síðan Marta. Þetta er gaman og krefjandi líka og dregur mann út.....svo efast ég ekki um að kisur eru líka góður kostur....en allavega eru dýrin góður félagsskapur.
Kveðja Magga systir Vilborgar
Hulda Margrét Traustadóttir, 16.8.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.