Allt á hvolfi

Er að hugsa um að auglýsa eftir að komast í þáttinn "Allt í drasli"!!!!  Þegar ég lít í kring um mig er gersamlega eins og hér hafi verið gerð innrás.  Við erum búin að vera mikið á ferðinni í sumar auk þess sem ég er ekki þessi húsmóðir sem er alltaf með klútinn á lofti.  Kannski ætti ég að drífa mig í að taka eitthvað til í dag?  Á móti kemur að veðrið er svo gott og lítið eftir af sumrinu.  Ætlaði að skreppa norður á Sigló (Sauðanes) á morgun og sækja mömmu og pabba.  Pabbi hringdi í gær og sagði veðrið hundleiðinlgt og þau gætu fengið far með Kristínu Hafsteinsdóttur.  Kannski bíð ég þá með berjamóinn í nyrðra og fer eitthvað styttra.  Lít einu sinni enn í kring um mig og ákveð að taka aðeins til.  Þetta gengur ekki.  Svo hefur maður eitthvað hollt og gott í gogginn í kvöld.  Með eplakökunni frá bloggvinkonu minni mörtusmörtu í eftirrétt?  Hver veit.............Wink  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Isss draslið fer ekkert frá manni en sumarið gerir það svo....oftast er valið einfalt  

Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Búin með eldhúsiðog baðið ásamt borðstofukrókum.  Læt hitt bíða nema hvað svefnherbergisgólfið fékk að fylgja með.  Kattarhárin!!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hæ. Maður fær svona nettan fíling stundum að "alt sé í drasli" en það er satt sem Marta segir, þetta hleypur ekki frá manni. Ætlaði á Sauðanes í dag en eiginmaðurinn með hálsbólgu og kvef svo við ákváðum að vera heima. Leiðinlegt þar sem við ætluðum að heilsa uppá þau gömlu. Verðum bara að drífa okkur suður fljótlega í staðin.....Var að mála á svölunum en frekar kalt svo ég hörfaði inn og ætla að lúra smá, var ekki alveg í gírnum heldur...love Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

þoli ekki svona augljósar stafsetningarvillur Allt í drasli...MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 16:13

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

ALLT í drasli..... MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 16:37

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er búin að vera ofurkona í dag.  Hafði svo yndælis lærissneiðar í matinn og þessa líka ljúffengu eplaköku á eftir!!! Takk Martasmarta......namm.....hefði vanilluís, rjóma OG daimís með henni....ég er líka dálítið ýkt ...en NAMM....

 

Vilborg Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 18:29

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það var ekki svona gott i matinn hjá mer i kvöld, sonur fór i matarboð svo eg var ein heima og skellti mer bara í sund. Eftir sundið var svo bara afgangamatseðill ...  Gaman að heyra þetta með kökuna og sniðugt að hafa svona margt með henni.

Marta B Helgadóttir, 13.8.2007 kl. 00:30

8 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vildi að ég hefði verið í mat nammmmmmmmm...lærisneiðar og eplakaka....Myndarskapurinn....Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.8.2007 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband