mið. 1.8.2007
Djúpavík
Erum að lesta kerruna og pakka saman fyrir Strandaferð. Förum á stórum Ford með langa kerru. Cirkus Zoega á ferð
eins og oft áður. Það er mikið búið að flytja fram og aftur og sér ekki fyrir endann á því. Það er alltaf eitthvað hægt að finna sér til dundurs. Nú munum við reyna að girða gróðurreitinn betur af en trén eru búin að sprengja litlu girðinguna af sér. Við settum ásamt tengdaforeldrum nokkur tré niður við húsið fyrir 10 árum síðan. Þau vaxa. Þá vitum við að það er hægt að rækta tré á holtinu á Djúpuvík. Það er nefnilega mikið rok þarna og sjávarsalt í loftinu. Hreinlega særok stundum. Vonandi verður gaman og strákarnir okkar Geir Fannar og Kristján Þór verða með okkur ásamt fjölskyldum sínum. Við gömlu komum aftur í næstu viku. Bloggvinir og aðrir hjartanlega velkomnir í heimsókn ef þið eruð á ferðinni um Strandir.
Athugasemdir
Góða ferð og njótið vel
Marta B Helgadóttir, 1.8.2007 kl. 11:21
Síðbúnar brottfararkveðjur vinkona . Njótið samverunnar, við Halli frændi minn vorum að plana aðra ferð. Þorsteinn Langalang smíðaði sykurtöng og kaffikvörn sem eru á safninu í Kört og svo er leiðið hennar Herdísar langalang í kirkjugarðinum í Árnesi og einnig leiði Helgu systur Þorsteins.... þetta ætla ég að sjá næst og Ingólfsfjörð .
Herdís Sigurjónsdóttir, 2.8.2007 kl. 08:53
góða ferð! vildi gjarnan kíkja við en verð upptekin á Þjóðhátíð. er einmitt búin að standa í bakstri, lundinn verður soðinn á morgunn sem og smurðar samlokur. eftir það hefst fjörið! bið kærlega að heilsa!
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:58
Góða helgi og góða ferð!
G Antonia, 3.8.2007 kl. 00:11
Þakka þér hjartanlega fyrir hlý orð um Val bróður minn. Það er meira hvað slíkt getur yljað manni lengi! Já, hann var frábær hann Valur og mikill skaði að hann skyldi deyja svo ungur. Arnbjörg, hin unga móðir, hefur erft mikið frá honum, að innan jafnt sem utan.
Gangi ykkur vel í Standaferðinni - fylgist áfram með þér á blogginu. Góðar kveðjur.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.8.2007 kl. 10:06
Þakka ykkur fyrir góðar kveðjur. Málfríður þú kemur í heimsókn til mín næst þegar þú ert á ferðinni á Djúpuvík. (og þið allar)....Drífa vonandi var Þjóðhátíðin vel heppnuð!!Herdís frétti að Eyrarhálsinn (yfir í Ingólfsfjörð hafi verið afar slæmur þegar þið voruð á ferðinni svo það var kannski eins gott að við komumst ekki yfir það að leggja á hann.Guðný Anna, það gleður mig að Arnbjörg hefur erft mannkosti Vals. Mér finnst líka, eins og ég sagði á þínu bloggi, litla stúlkan hennar mjg lík Val á myndinni hjá þér. Ferðin var góð hjá mér og leið bara allt of fljótt tíminn með öllum "prinsunum" mínum.....Blogga um ferðina fljótlega.
Vilborg Traustadóttir, 9.8.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.