sun. 29.7.2007
Hugmynd Arnar Inga
Örn Ingi er sannkallaður fjöllistamaður þó kannski sé hann fyrst og fremst myndlistamaður? Veit svo sem ekki alveg nóg um það. Hann kom alla vega með alveg brilljant hugmynd fyrir okkur. Svo góða að við ákváðum að þróa hana áfram í eitt ár og fá fleiri systkin með okkur í þá vinnu. Hann ráðlagði okkur að fara í fjöruna á Sauðanesi og finna grjót og rekavið og mála á það fyrir sýningu í vitanum á Sauðanesi við Siglufjörð. Við stóðumst ekki freistinguna og máluðum á tvo steina sem Magga fann þegar hún viðraði Dalí einn daginn. Hér eru þeir. Minn heitir "Skakkkjafta" en Magga átti eftir að skíra sinn?
Þannig að takið frá verslunnamannahelgina 2008 fyrir málverka- og listmunasýningu í Sauðanesvita.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:18 | Facebook
Athugasemdir
Flottir steinar. Þessi hugmynd er spennandi. Verður gaman fyrir ykkur að vinna með efnivið úr náttúrunni.
Marta B Helgadóttir, 2.8.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.