mán. 23.7.2007
Svalamálun
Svalamálunin hjá okkur Möggu systir hefur gengið framar björtustu vonum. Það verður gaman á morgun en þá ætlum við að víxlmála eina mynd. Það er skiptast á að mála sömu myndina. Við munu lofa áhugasömum að fylgjast með hér á blogginu en ég er því miður ekki með snúruna með mér til að færa á milli. Það kemur bara seinna. Örn Ingi mætti í morgunkaffi og kom með áhugaverðar hugmyndir fyrir okkur. Einnig hélt hann góða tölu um myndlist og tækni. Nú erum við að gera okkur klárar fyrir undirbúningsfund að Ketilásgleði 2008. Hann verður á kaffihúsinu Bláu Könnunni á Akureyri kl 21.00 í kvöld.
Athugasemdir
... takk fyrir kvöldið og skemmtilegar sögur úr heimi vitavarðanna... Donna Summer sagan æðisleg og þegar þið fölsuðu verðurfréttirnar.... mér finnst svona sögur ógeðslega skemmtilegar... bíð spenntur eftir að sjá myndirnar ykkar Möggu...
Brattur, 23.7.2007 kl. 22:49
Takk sömuleiðis fyrir skemmtilegt kvöld.
Vilborg Traustadóttir, 24.7.2007 kl. 00:33
Hlakka til að sjá myndir frá ykkur systrum.
Marta B Helgadóttir, 24.7.2007 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.