Nýr bloggvinur nonniblogg

Nýr bloggvinur nonniblogg eða Jón Svavarsson er fréttaljósmyndari.  Enda er síðan hans morandi í aldeilis frábærum myndum teknum við ýmis tækifæri.  Hrein unun að skoða þær.  Hann skrifar skemmtilega og má lesa umhyggju fyrir landinu og náttúru þess í skrifum hans. Húmorinn ekki langt undan.  Umfram allt er hann afi.  Stoltur afi.  Það fellur mér vel sem titla mig gjarnan "amma í fullu starfi".  Velkominn í bloggvinahópinn minn nonniblogg!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég þekki hann og er stolt af því að hafa hann sem bloggvin. Við kynntumst þegar RKÍ tók á móti flóttamönnum frá Kosovó í lok síðustu aldar og hann var að taka myndir. Það er alltaf gaman að hitta hann og var dásamlegt að sjá hann einmitt í afahlutverkinu á 112 deginum sl. febrúar, en þá var hann að taka myndir og afalingurinn var líka í Smáralindinni og var með afa þegar ég hitti þá.

Myndirnar hans eru fráæbrar og skoða ég þær reglulega.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.7.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Sælar, ég fer alveg hjá mér að sjá svona fallega skrifað um mig, ég vonast til að standa undir öllu þessu hóli. Það ermargt líkt með okkur, eins og til dæmis mér og Herdísi, við höfum sama lífsmottóið; Að lifa lífinu lifandi, og njóta hverrar stundar sem hægt er. Það er því miður sorglegt að horfa upp á hvernig of margir velta sér upp úr neikvæðni níði og öllu því sem aflaga fer, ég las eitt sinn í bókinni Stundaglasið, að maður ætti að horfa fam á við, með því að segja ekki hefði ég bara, heldur næst ætla ég að gera betur eða öðruvísi og svo framvegis. takk fyrir fallega kveðju þið eruð yndislegar. Kær kveðja Nonni

Jón Svavarsson, 22.7.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband