Öðruvísi dagar

Næsta áfanga Strandaferðar okkar má líkja við öðruvísi daga.  Minn góði vinur og "gullbrúðgumi" Buddi, pabbi Kristínar vinkonu varð hálf hvumsa þegar ég nefndi þetta við hann.  Fannst það kannski minna á "hinsegin dag"???  Ég sagði að þetta ætti ekkert skylt við Gay pride.  Það væri bara öðruvísi að vera öll svona saman á Djúpuvík. Við vorum sex fullorðin, tveir hundar og tveir kettir í 30 fm húsinu okkar. Aðrir fimm dvöldu í fellihýsi á hlaðinu.  Þetta gekk ótrúlega vel.  Ég tók þó fram að eftir að maður væri komin inn í eldhúskrókinn væri ekki ráðrúm til að skipta um skoðun þannig að fólk skyldi bara vita hvað það vildi þangað, klára málið og fara síðan á sinn stað.  Við skoðuðum okkur um.  Fórum á Kjörvog þangað sem Buddi á rætur sínar að rekja.  Auðvitað var svo farið í Krossneslaugina og handverkshúsið "Kört" í Árnesi. Það keypti Ásdís (gullbrúður) húfu með rún ægishjálms handa barnabarni búsettu í Bandaríkjunum.  Eitthvað misskildi Kristín vinkona þetta og fékk húfuna lánaða þegar hún fór út að pissa.  Hélt þetta væri hulinshjálmur.  Við sáum hana samt!!! Enda um Ægishjálm að ræða. Hér er mynd af okkur vinkonunum í fjörunni á Kjörvogi.
DSC01316
 Það var einnig snætt á Hótel Djúpavík á Gullbrúðkaupsdaginn.  Fallegt umhverfi og góður matur og þjónusta.  Við grilluðum við húsið okkar tvö kvöld og slógum upp partýi þar sem við tókum "Tvær úr Tungunum, Kattadúettinn" o.fl.  Kettirnir voru vel passaðir af Sædísi Erlu og bátarnir fengu að snerta hafflötinn með hina ýmsu aldrushópa innanborðs. Loks hélt Ásdís hákarlastöppuveislu á pallinum hjá okkur fyrir þá Djúpvíkinga sem vildu.  Vel heppnað og skemmtilegt uppátæki.  Okkar kæru vinir héldu síðan heim á sunnudaginn eftir mjög ánægjulegar samverustundir  hvað okkur áhrærði.  Það er alltaf tómlegt að verða eftir í sveitinni þegar gestir kveðja.  Þó það sé auðvitað líka gott-vont tilfinning.  Léttir eftir vel heppnaða samveru og tregi eftir meiri samveru.  Við Herdís bloggvinkona kvöddumst með orðinu "skjáumst"!!!Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðir "hinsegin" dagar.

Marta B Helgadóttir, 22.7.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband