Strandaferð

Ferðin hófst þann 10. júlí.  Við hjónin lögðum af stað á sitt hvorum bílnum með sitt hvorn bátinn í eftirdragi. Kettirnir voru með Geir í bíl.  Leiðin lá um Bröttu Brekku (sem er mjög brött) í Dalina og yfir Tröllatunguheiði og norður Strandir til Djúpuvíkur.  Á Bjarnarfjarðarhálsinum fór bíllinn minn að haga sér undarlega.  Það var eins og hann lyftist af og til að aftan og vaggaði til.  Bátakerran fór að höggva eins og hún væri að lenda.  Geir ók á undan þar sem bíllinn hans var með eitthvað bremsuvesen á leiðinni.  Svo ég sæi nú ef eitthvað bilaði en gsm síminn er stopull þarna. Nú ég stoppaði vegna áðurnefndra undarlegheita en fann ekkert athugavert.  Hélt því áfram en sömu einkennilegu tilburðir kerru og bíls hættu ekki.  Ég stöðvaði því aftur þegar niður kom til að athuga dekkin á kerrunni.  Hélt kannski að það hefði linast í þeim eða sprungið.  Svo var ekki.  Hélt svo áfram í kjölfar Geirs sem beið átekta niðri í Bjarnarfirði.  Gengum bæði úr skugga um að allt væri með felldu. Segir næst af ferðum okkar þegar við komum í Djúpuvík.  Nokkur mótvindur var og Ásbjörn frændi sagði við mig. "Þú varst eins og Discovery á leið inn til lendingar þegar þú komst hér inn fjörðinn"...Þar kom skýringin, ég hafði fengið vind í seglin sem voru vafin utan um Hafgamminn góða.  (Sjá mynd, ég var á aftari bílnum).
Strandir 2007 011
Ég hugsa að Geir hefði nú orðið um og ó ef ég hefði svifið fram úr honum í Bjarnarfirðinum!!!!Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég get alltaf hlegið þegar ég hugsa til þessa.

Oh Vilborg mín takk fyrir samveruna á Ströndunum. Ég er bara búin að skrifa eina litla færslu ennþá, en við erum búin að standa í stórræðum feðginin frá því að við fórum til baka eins og þú trúlega veist. Ég fer vonandi að jafna mig og skrifa þá meira um ferðina góðu.

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.7.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já og gott að allt náðist en það stóð á endum skilst mér.  Hlakka til að sjá meira en mér fannst æðislegt að komast í fjöruna á Kjörvogi.  Hef ekki farið þar niður síðan Munda systir mömmu og Guðjón bjuggu á þar.  Yndisleg ferð.

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær ferðasaga Vilborg! 

Ég elska það að flakka þarna um Strandirnar. Vinur minn keypti jörð við Brúarárfoss og er búinn að byggja sér mjög fallegan sumarbústað með gestahúsi þar. Hann var í sveit sem krakki á þessum slóðum.

Ég fór í gönguferð á Strandir í júlí 2005 og fékk þá að gista hjá honum og fullorðinni dóttur hans sem voru þarna í fríi á þeim tíma.

HAFÍSINN var undan stfröndinni þá ennþá, þó komið væri fram í júlíbyrjun. Sumarið er ekki styttra víða annarsstaðar en einmitt þarna - en fallegt er þar. 

Marta B Helgadóttir, 21.7.2007 kl. 15:40

4 Smámynd: Agný

Skemmtilegar lýsingar hjá þér  þú hefur sem sé fengið "byr undir báða vængi" .......maður á kanski eftir að komast í heimsókn þarna til ykkar við tækifæri.

Agný, 21.7.2007 kl. 17:44

5 identicon

Efast ekki um tilkomumikla lendingu í Djúpuvíknni fögru....

En nú er öldin önnur, málaranámskeiðið að byrja og aðal hugsunin hjá okkur hjúunum er hvað við getum gefið þér gott að borða á meðan þú dvelur hjá okkur.

Á morgun kjúklingur PIRI PIRI að Portugölskum hætti og jafnvel Bacalau a bras á mánudagskvöldið, gefur okkur byr undir báða vængi fyrir fundinn.....nóg af hvítlauk heeeeee.....angandi fullþroska konur......hm....

Sjáumst

Magga

Magga systir (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Namm namm, hlakka til.....

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband