fim. 19.7.2007
Komin heim- klukkleikur
- Er fædd á sex ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba þann 11. janúar 1957.
- Átti að fæðast með tippi (að sögn handavinnukennarans míns í Fljótunum, Auðar í Lambanesi)!Enda á ég eingöngu stráka bæði börn og barnabörn og elska það!!!!!!!!
- Trúi á tilvist annarra en þess sýnilega (einkum drauga og forynja).
- Er ótrúleg daðurdrós!
- Á fáa en góða vini.
- Finnst æðisleg slökun að fara ein út að keyra og hlusta á t.d. Pink Floyd!
- Á það til að NJÓTA þess að vera svöng. Bendir til meinlætalifnaðar á fyrri tilverustigum?
- Er einfari að eðlisfari.
Komin heim af Ströndunum. Tók þessu klukki hjá bloggvinkonu minni mörtusmörtu og klukka hér með átta aðra bloggvini sem eru. jensgud,agný,herdís,estersv,mapel123,geirfz,raggibjarna og maggimark.
Athugasemdir
Klukkin hafa hellst yfir mig. Ég afgreiddi dæmið um síðustu helgi: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/262157/
Jens Guð, 19.7.2007 kl. 22:20
He he var að detta í samband og greinilega orðin úr takt!!!!!!
Vilborg Traustadóttir, 19.7.2007 kl. 23:22
Vilborg þú ert bæði einlæg og líka skemmtileg í þínum skrifum.
Hefði átt að senda á þig 18 eða 80 klukk - væri eflaust gaman að lesa meira.
Marta B Helgadóttir, 20.7.2007 kl. 01:45
já það væri ekki erfitt að bæta við fleiri klukkum , yndisleg, stórskemmtileg, var vitavörður á Hornbjargi og kann að breyta veðrinu
Herdís Sigurjónsdóttir, 20.7.2007 kl. 08:00
og hér er klukkið mitt http://herdis.blog.is/blog/herdis/entry/265776/
Herdís Sigurjónsdóttir, 20.7.2007 kl. 08:01
Þakka ykkur fyrir stelpur. Það er líka rosalega gaman að eiga svona bloggvinkonur eins og ykkur. Það opnast alveg nýr heimur að lesa um ferðir þínar um landið Marta og Herdís takk fyrir síðast!! Veðrið já...allt er breytingum háð...
Vilborg Traustadóttir, 20.7.2007 kl. 11:52
Sæl Vilborg, takk fyrir að klukka mig. Það var reyndar búið að því en ég get gefið þér 8 játningar.
1. Ég þarf ekki að nota vekjaraklukku, er með innbyggða klukku en hún getur þó klikkað ef líkaminn þarf meiri svefn eins og í morgun, en hinar klukkurnar geta líka klikkað ;)
2. Ég er mikið náttúrubarn og finnst fátt betra en að vera í gróðri og við vötn eða sjó.
3. Ég finn tengingu við Guð, Buddha og trúi því að það sé bara einn guð og trúarbrögin séu til þess að hjálpa mönnunum sem eru mismunandi að nálgast hann eða hana.
4. Ég er alltaf glöð og brosandi.
5. Ég er berdreymin og er búin að gera draumráðningabók sem er næ 600 blaðsíðum, en hef ekki gefið hana út enn.
6. Ég er alltaf á kafi í einhverri dellu, les mikið núna um merkingar hluta og myndmáls.
7. Ég þarf að gera allt með svo mikilli nákvæmni og í smáatriðum að það hálfa væri nóg.
8. Ég trúi á kærleikann og varðveiti hann í hjarta mínum sem mína stærstu gersemi.
;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 12:38
Takk Ester. :)
Vilborg Traustadóttir, 20.7.2007 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.