fös. 6.7.2007
Nýr bloggvinur Brattur
Nú er á brattann að sækja. Minn nýjasti bloggvinur Brattur er upprunnin í Ólafsfirði þar sem enginn komst að nema fuglinn fljúgandi eða þá siglandi á bátskel til skamms tíma. Brattur eða Gísli Gíslason (kallaður Gilli á árum áður) er ljóðelskur maður. Hann yrkir og hefur m.a. ort í orðastað minn eins og sjá má á síðu hans. Mér finnst það heiður! Ég man lítillega eftir honum af Ketilásböllum. Eitthvað krunkandi í kring um Sollu systir ef ég man rétt. Meira man ég þó eftir Sollu, Möggu, Regínu Óla Brandar og Gunnu Bínu ásamt Diddu Ástvaldar að búa sig á Ketilásinn. Voða spenntar að hitta Ólafsfirðingana sína. Ofan á allt annað er Brattur svo giftur skólasystur minni frá Laugum í Reykjadal henni Láru sem er bloggvinkona mín. Hlakka til að hitta þau vonandi í sumar. Small world og velkominn í bloggvinahópinn Brattur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.