fim. 5.7.2007
Marlyn Monroe tær
Yndislegur dagur. Fékk æðislegar Marlyn Monroe tær hjá vinkonu minni í morgun. Rautt lakk og allt. Veltist svo um í matjurtagörðunum í tvo klukkutíma. Fékk góða aðstoð frá syni mínum sjóaranum. Hann hafði á orði hve það væri nú gott að sleppa á sjóinn frá þessu! Hann fer á morgun. Veðrið hreint frábært. Reyttum nokkuð duglegan arfahaug sem við drógum svo burtu á yfirbreiðslunni og slátruðum henni þar með. Það var læstur verkfæraskúrinn og allt heila gengið í leikjaferð einhversstaðar. Þeim var nær. Hjólbörurnar inni! Ég lét steinana vaða í næsta haug og kona sem kom aðvífandi varð skíthrædd. Hélt ég hefði ætðað að grýta sig! Ég sem hef ekki efni á að kasta fyrsta steininum! Sagði henni að ég næði henni bara í bakaleiðinni. Ég varð svo fúl vegna þess að hún var að vanda um við mig. Svo bað ég hana afsökunar á eftir vegna þess hve snögg ég var upp á lagið. Hún sagði að það væri enginn skaði skeður! Svo kom ungur maður ráfandi og tilkynnti að hann hefði verið á sýru-trippi í þrjá daga. Hann hagaði sér undarlega og var allur skakkur. Ég hélt fyrst að hann væri fatlaður. Konan sem ég bað afsökunnar hafði áhyggjur af öllum krökkunum í Laugardalnum. Sonur minn hringdi á lögregluna og bað hana að mæta á svæðið. Ungi maðurinn hafði beðið einhvern í görðunum að hringja ekki á lögguna heldur á Vog. Málið er bara að Vogur hefur ekki "heimsendingarþjónustu" fyrir veika fíkla og alkahólista. Löggan mætti og svipaðist um eftir kauða, sögðust hafa mætt honum. Ég sagði þeim að pilturinn vildi fara inn á Vog. Við sáum svo hvar lögreglumennirnir leiddu hann eins og lamb inn í lögreglubílinn. Ég vona að drengurinn fái viðeigandi meðferð og nái árangri. Þetta var ósköp sætur strákur.
Kom svo heim um hálf fjögur og í sturtu. Þvoði Monroe tærnar vel en á þeim var u.þ.b. tonn af mold. Taldist til að þær væru fimm á hvorum fæti eða einni minna en hin eina og sanna Marlyn hafði en hún ku hafa haft sex á hvorum fæti. Tók svo góða hvíld á svölunum í þokkalegri sól þó skýin séu nú farin að lauma sér upp á himininn eitt af öðru.
Góðu fréttirnar eru þær að arfinn er á undanhaldi..........
Athugasemdir
Skemmtilegt blogg Vilborg og gaman að heyra að þér er að skána!
Ég vona að ég geti einn góðan veðurdag komið með "stellið" þitt .... ég er orðin svo hneyksluð á þessu embættisliði, nú eru allir í sumarfríi og enginn gerir neitt skilst mér á þeim í þessu máli
En annars blása bara skýin í burtu, sól sól skín á mig, ský ský burt með þig..lala laa...
bestu kveðjur úr of mikilli sól
G Antonia, 5.7.2007 kl. 18:08
Þá áttu bara eftir að fá ljósa lokka
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.7.2007 kl. 18:10
Hókus pókus.
Vilborg Traustadóttir, 5.7.2007 kl. 21:49
gott hjá þér að þræla sjóaranum út! ég trúi því staðfastlega að sjómenn eigi ekki að liggja í leti í landlegunni, þá verður nefnilega ómögulegt að koma þeim til vinnu þegar um borð er komið eftir frí.
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.