fim. 5.7.2007
Marlyn Monroe tær
Yndislegur dagur. Fékk æðislegar Marlyn Monroe tær hjá vinkonu minni í morgun. Rautt lakk og allt. Veltist svo um í matjurtagörðunum í tvo klukkutíma. Fékk góða aðstoð frá syni mínum sjóaranum. Hann hafði á orði hve það væri nú gott að sleppa á sjóinn frá þessu! Hann fer á morgun. Veðrið hreint frábært. Reyttum nokkuð duglegan arfahaug sem við drógum svo burtu á yfirbreiðslunni og slátruðum henni þar með. Það var læstur verkfæraskúrinn og allt heila gengið í leikjaferð einhversstaðar. Þeim var nær. Hjólbörurnar inni! Ég lét steinana vaða í næsta haug og kona sem kom aðvífandi varð skíthrædd. Hélt ég hefði ætðað að grýta sig! Ég sem hef ekki efni á að kasta fyrsta steininum!
Sagði henni að ég næði henni bara í bakaleiðinni. Ég varð svo fúl vegna þess að hún var að vanda um við mig. Svo bað ég hana afsökunar á eftir vegna þess hve snögg ég var upp á lagið
. Hún sagði að það væri enginn skaði skeður! Svo kom ungur maður ráfandi og tilkynnti að hann hefði verið á sýru-trippi í þrjá daga. Hann hagaði sér undarlega og var allur skakkur. Ég hélt fyrst að hann væri fatlaður. Konan sem ég bað afsökunnar hafði áhyggjur af öllum krökkunum í Laugardalnum.
Sonur minn hringdi á lögregluna og bað hana að mæta á svæðið. Ungi maðurinn hafði beðið einhvern í görðunum að hringja ekki á lögguna heldur á Vog. Málið er bara að Vogur hefur ekki "heimsendingarþjónustu" fyrir veika fíkla og alkahólista
. Löggan mætti og svipaðist um eftir kauða, sögðust hafa mætt honum. Ég sagði þeim að pilturinn vildi fara inn á Vog. Við sáum svo hvar lögreglumennirnir leiddu hann eins og lamb inn í lögreglubílinn. Ég vona að drengurinn fái viðeigandi meðferð og nái árangri. Þetta var ósköp sætur strákur.




Kom svo heim um hálf fjögur og í sturtu. Þvoði Monroe tærnar vel en á þeim var u.þ.b. tonn af mold. Taldist til að þær væru fimm á hvorum fæti eða einni minna en hin eina og sanna Marlyn hafði en hún ku hafa haft sex á hvorum fæti. Tók svo góða hvíld á svölunum í þokkalegri sól þó skýin séu nú farin að lauma sér upp á himininn eitt af öðru.

Góðu fréttirnar eru þær að arfinn er á undanhaldi..........

Athugasemdir
Skemmtilegt blogg Vilborg og gaman að heyra að þér er að skána!
ég er orðin svo hneyksluð á þessu embættisliði, nú eru allir í sumarfríi og enginn gerir neitt skilst mér á þeim í þessu máli
Ég vona að ég geti einn góðan veðurdag komið með "stellið" þitt ....
En annars blása bara skýin í burtu, sól sól skín á mig, ský ský burt með þig..lala laa...
bestu kveðjur úr of mikilli sól
G Antonia, 5.7.2007 kl. 18:08
Þá áttu bara eftir að fá ljósa lokka
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.7.2007 kl. 18:10
Vilborg Traustadóttir, 5.7.2007 kl. 21:49
gott hjá þér að þræla sjóaranum út! ég trúi því staðfastlega að sjómenn eigi ekki að liggja í leti í landlegunni, þá verður nefnilega ómögulegt að koma þeim til vinnu þegar um borð er komið eftir frí.
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.