mið. 4.7.2007
Ein svaf uppi á miðjum vegg
Eitt sinn skutlaði Buddi pabbi hennar Kristínar okkur djammrófunum upp á Sauðárkrók eða á Krókinn eins og það er kallað. Við þurftum þó nokkuð að nauða í honum til að hann gerði þetta. Hugsa að hann hafi endað með að skutla okkur hreinlega til að losna við okkur! Ktristín sótti eitthvað svo í króksarana á meðan ég var meira fyrir ólafsfirðingana og jafnvel siglfrðingana (í hallæri). Buddi kvaddi okkur og sagði við Kristínu " ...og láttu ekki nokkurn mann vita að þú sért dóttir mín..." ég greip hann á orðinu og sagði "þetta er allt í lagi ég segist bara vera dóttir þín líka.... !!" Með það fór hann skellihlæjandi í burtu og skildi okkur eftir. Við vorum vel útbúnar með ballfötin og alles. Það glingraði ískyggilega í pokanum okkar þegar við brugðum okkur á salernið á sjoppuni/hótelinu. Það voru vistirnar sem létu í sér heyra. Við vorum á leiðinni að Hafsteinssöðum á allsherjar-skrall þessa helgi. Þegar þangað kom tilkynntum við Jóni að við ætluðum á bak á belju! Lítið man ég nú eftir öllum herlegheitunum nema hvað að eftir ballið harðneituðum við Kristín að sofa einar. Við kröfðumst þess að Jón á Hafsteinsstöðum svæfi á milli okkar. Hann varð við þeirri ósk okkar af mikilli ljúfmennsku. Enda gestgjafinn! Nema hvað rúmið var ætlað einum en ekki þremur svo nokkuð þröngt var um okkur um nóttina. Ég svaf upp við vegg, Jón á milli og Kristín vóg salt á brúninni. Ekkert okkar forðaði sér úr aðstæðunum um nóttina en býsna var nú gott að komast fram úr og teygja úr stirðum limunum eftir að hafa legið niðursjörvaður í sömu stellingu um nóttina. Við gerðum vísu að þessu tilefni og er hún svona.
--
Ein svaf upp´á miðjum vegg
þær ætluðu´á bak á belju.
Jón hraut með sitt mikla skegg
milli heims og helju.
--
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:31 | Facebook
Athugasemdir
Aldrei skutlaði hann mér á ball....þurfti alltaf að fara með Jóni Eldingu.
Hvor ykkar er annars heimurinn og hvor er heljan?
Herdís Sigurjónsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:27
Undirstrikar bara hve mjög hann vildi losna við okkur! He he! Hmmmm...Kristín var nú alltaf heljar....eitthvað......
Vilborg Traustadóttir, 5.7.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.