þri. 3.7.2007
Eru lykkjurnar í lagi?
Þegar ég og Kristín vinkona vorum á Hornbjargsvita var okkar sárt saknað af samstarfsmönnum í Sigló Síld. Vélstjórinn sem var þó þegar þetta var farin að vinna hjá SR sendi okkur vísu gegn um loftskeytastöðina.
---
Ég óttast um ykkar hagi
einnig mittin fín.
Eru lykkjurnar í lagi
elsku ljósin mín?
A.R.
---
Við svöruðum um hæl.
---
Enn eru lykkjur í lagi
og ljúf hver óspillt sál
en vappi hér varðskipagæji
við blasir annað mál.
---
Svo bættum við um betur og sendum gegn um loftskeytastöðina.
---
Með ástarblossa við yrkjum þér ljóð
og ætlum því ferð gegn um stormanna geim.
Þó kosti það oss bæði svita og blóð
við berjumst með ósnerta gormana heim.
---

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.