Sneiðmynd

Sideways Fer í sneiðmynd af höfði á morgun.  Það er langt síðan ég hef farið í eitthvað svona rannsóknardæmi.  Það verður bara spennandi að fá niðurstöðuna.  Fór með mömmu að versla í dag.  Fórum á útsölu. Á leiðinni þangað hringdi Solla systir.  Ég var einmitt að taka um hana þegar hún hringdi.  Það er 38 stiga hiti hjá henni í Portúgal.  Hún er að taka til og sortera hjá sér og gefur sígaunakellingunum fötin sín og Lucyar. Þær selja þau á markaðnum. Sagði Sollu að til stæði að halda "come-back" ball á Ketilásnum og fyrsti samráðsfundur yrði í lok júlí.  Hún varð næstum abbó!Cool   Hún vildi að ég, mamma og Magga systir kæmum í heimsókn til hennar fljótlega.  Ég sagði henni að það ylti allt á John Benediktz.  Ef það væri eitthvað að hjá mér gæti hann kannski sett dren og tappa út úr hausnum svo ég kæmist til hennar!  Solla sá það alveg vera að gerast!LoL Annars gott veður hér, grill og góðar stundir með Krissa, Guðrúnu og strákunum.  Geirarnir skruppu á Strandirnar með "lilla hús".  Næst er það flotbryggja, tveir bátar og fleira smálegt!Joyful   Mamma verslaði sér slatta af fötum á útsölunni og var ánægð með kaupin. Smile  Góðar fréttir.is á ferðinni í dag eins og oft áður!Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Elsku Vilborg! Bið að það gangi vel  og útkoman verði góð úr þessu sneiðmyndatæki  .... Endilega skreppa til Portugals þegar rigningin fer að koma heima. .. það getur nú varla haldist svona veðurblíðan eða  ??
Gangi´þér vel !!!
bestu kveðjur frá Spáni

G Antonia, 3.7.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk litla kona með stóra hjartað!

Vilborg Traustadóttir, 3.7.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband