Sauðanes

Já maður er að jafna sig eftir Sauðanesið og ættingjana.  Mikið gaman.  Mikið fjör. Ég er enn að saudanes-91-14914melta þetta. Ég er viss um að við munum hittast aftur á svona ættarmóti fyrr en síðar.  Það var gaman að stilla upp hinum ýmsu listaverkum í vitanum, hengja upp ljóð og gera hráa sýningu í hráu umhverfi.  Sýningargestir fengu að sjálfsögðu að fara upp í ljóshúsið á vitanum.  Ég man að það var einn liður í því að vera vitavarðardóttir að sýna vitann.  Það er eitthvað svo spennandi við vita.  Byggingarlagið eins og kastalabygging og gaman að fara upp þessa mjóu stiga upp á þak eða í ljóshúsið. Fyrsta fast-launaða vinnan mín eitt sumarið var við að mála og skrapa vitann með pabba.  Það var virkilega erfitt en skemmtilegt líka.  Ég var samviskusöm við starfið og skrapaði vel.  Bæði glugga, þak og veggi. Svo var málað í þessum gula lit.  The good old day´s.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, upplifuni skilar sér hægt og hægt og það er svo notalegt að finna gleðina eftir helgina yfir öllu þessu...mikið getur maður verið þakklátur fyrir æskudagana og það eru í raun forréttindi að hafa alist upp á slíkum stað....verðum í bandi Villill...

Magga systir

Magga systir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:04

2 Smámynd: Brattur

... er Magga systir ekki rauðhærð hmm...

Brattur, 27.6.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: G Antonia

Ég verð nú að fara að blogga svo þú eyðir mér ekki út, gaman að fylgjast með þér í bloggheimum Vilborg mín, skilaðu kveðju til vinkonu þinnar líka, og vertu dugleg að "hreinsa" þig - og svo styttist jú í Pólland á ný
kveðja frá Spáni

G Antonia, 27.6.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Magga systir er ljóshærð!!!!! Já Guðbjörg þú mátt hafa þig alla við!!!Hehehehe, annars eyði ég bara yfirlýstum hættum bloggurum!!!

Vilborg Traustadóttir, 27.6.2007 kl. 21:50

5 Smámynd: Brattur

... nú Ketilásþokan er þá svona þykk hjá mér ennþá... var ekki einhver rauðhærð frá Sauðanesi!?

Brattur, 27.6.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við Solla systir vorum "stundum" rauðhærðar. 

Vilborg Traustadóttir, 27.6.2007 kl. 22:00

7 Smámynd: Brattur

jaaaáá...þarna kom skýringin... man eitthvað eftir rauðum kollum...

Brattur, 27.6.2007 kl. 22:09

8 Smámynd: Agný

Það hlýtur að hafa verið gaman að rifja upp ungdómsárin þarna .....svona eins og verða bæði endurfæddur og endurnærður...

Annars ef þið vitið um einhverja alvöru rauðhausa þá eru írskir dagar 6-8 júlí á Akranesi  frá kl 16:00 - 16.30 þann 7 júlí og sá alrauðhærðasti eða sú fær ferð til Dublin í verðlaun en það verður sko að vera ekta rautt hár ..ekkert hárgreiðslustofusull.. Svei mér þá ef að Ester er ekki rauðhærð..sýnnist það á myndinni allavega...

Agný, 28.6.2007 kl. 22:59

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég hef mjög rauða "tendersa" ef ég ætlaði að lita hárið nánast sama hvernig þá verður það rautt. 

Vilborg Traustadóttir, 28.6.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband