þri. 19.6.2007
Hross-a-þjófur?
Ég hefði nú ekki hrokkið við ef þetta hefði gerst fyrir norðan þegar ég var með hesta. Löggan hefði þá kannski ákært hestana fyrir mannrán og bílaþjófnað! Ég var nefnilega stundum með hross í taumi út um bílrúðuna. Það voru vel tamdir hestar. Ég mæli ekkert sérstaklega með þessari aðferð. Þetta gekk samt slysalaust fyrir sig. Ég gerði þetta þó eingöngu á fáförnum vegum milli hestahólfa. Hestarnir treystu mér fullkomlega en hefði einhver utanaðkomandi farið að skipta sér af veit ég ekki hvað hefði getað gerst. Eins gott að löggan komst ekki í málið.
Hestur handtekinn fyrir bílþjófnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef aldrei farið á hestbak
Ég fæ alltaf svona smá vatn í bragðlaukana þegar ég fer inn á sítrónu bloggsíðuna þína Vilborg mín.
Góðan dag í dag!
kær kveðja*
G Antonia, 20.6.2007 kl. 03:06
Með hross í taumi út um bílrúðuna - frábær
Marta B Helgadóttir, 20.6.2007 kl. 13:39
Vilborg Traustadóttir, 20.6.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.