mán. 18.6.2007
Vitavörður heiðraður
Til hamingju með þetta. Glæsilegt og sannarlega verðskuldað. Ég er vitavarðardóttir og veit hve mikið starf það var að sinna vitavörslu á árum áður. Það hefur breyst eins og margt annað og sjálfvirkni tekið yfir þeirra störf. Vitverðir eru upp til hópa snyrtimenni og hugsa vel um það sem þeim er trúað fyrir. Samviskusamir og víkja ekki frá staðnum séu veður válynd og hugsanlega þörf á þeirra kröftum. Hvort sem er til umferðar á landi, sjó eða í lofti. Þessi verðlaun eru tilefni til að gleðjast yfir og vekja um leið athygli á því fórnfúsa starfi sem Óskar hefur sinnt undanfarna áratugi.
Óskar vitavörður á Stórhöfða heiðraður fyrir störf sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afi minn var vitavörður og mér þótti það mikil virðingarstaða þegar ég var barn og þykir enn.
Marta B Helgadóttir, 18.6.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.