17. júní

Skilaði mömmu og pabba ljóðakveri Magga frænda í dag.  Ég hamaðist við að koma því í tölvutækt form í gær.  Pabbi ætlar að gefa Vesturfarasetrinu á Hofsósi það ásamt myndum og fleiri gögnum frá honum og Klöru systur þeirra.  Klara og Maggi voru hálfsystkin pabba.  Þau fluttu til Kanada upp úr 1920.  Klara gift Þórði Guðmundssyni og eignuðust þau fjögur börn.  Nokkur ættbogi er komin af þeim.  Þau fluttu yfir landamærin til Bandaríkjanna og eru afkomendurnir búsettir þar.  Við höfum heimsótt þau og þau okkur.
Maggi frændi giftist aldrei.  Í ljóðum hans má lesa milli línanna um ást sem ekki gekk, trú og annað sem við vissum lítt af enda Maggi hlédrægur maður. Það var þó alltaf líf í augunum á Magga frænda.  Við skrifuðumst á við Maggi og eru bréfin hans mörg mjög skemmtileg.   
Við fórum svo í bíltúr og á kaffihús í tilefni dagsins. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband