mið. 13.6.2007
Svalaskoðun
Kambsbræður eru einhverjir þeir skemmtilegustu menn sem ég hef þekkt. Og mamma þeirra hún Tóta. Hún reddaði mér þegar ég var 10 ára á spítalanum á Sigló að láta taka botnlangann.
Tóta var þar og hélt í mér lífinu með skemmtilegheitum, glensi og gríni. Sjálf var hún bundin hjólastól og hafði verið lengi. Yndisleg kona. Haft var eftir Ragga á Kambi af vinnufélögum í Ríkisverksmiðjunum eitt vorið. " Það er orðið svo fínt í skápunum hjá henni Soffíu minni að maður gæti bara dáðið af því að horfa inn í þá". Þá hafði Soffía kona hans verið að þrífa eldhússkápana.
Í gær þreif ég svalirnar hátt og lágt. Hringdi svo í Geir og sagði "það er orðið svo fínt á svölunum hjá henni Soffíu minni að"....þá botnaði Geir.... "maður gæti bara dáið af því að horfa á það." Ég hef af þessu tilefni ákveðið að hafa skipulagðar "svalaskoðunarferðir" hingað á svalirnar mínar. Þetta er alveg brilljant viðskiptahugmynd. Útsýnið af svölunum
er aukin heldur ekkert slor. Breiðholtið, Kópavogurinn og allt vestur á Snæfellsjökul. Ef ég kæmi fyrir öflugum sjónauka mætti örugglega stunda hvalaskoðun í leiðinni. Ég er byrjuð að bóka ferðir og mun fyrsti hópurinn mæta á föstudagskvöldið. Svo er bara að sjá hvernig þetta nýmæli í ferðaþjónustu þróast. Hér kemur smá sýnishorn! Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Athugasemdir
maður ætti bara að skella sér!
G.Helga Ingadóttir, 14.6.2007 kl. 00:16
Þú ert velkomin G.Helga!!! Svalaskoðun er spennandi búgrein. Ég er þó ekki í vandræðum með verðlagningu. Emil peningar eru ekki allt. Framboð og eftirspurn munu ráða för.
Vilborg Traustadóttir, 14.6.2007 kl. 01:17
hæhæ vilborg væri gaman að fara í svalaskoðun enn ja skemmtu þer vel sæta
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 14.6.2007 kl. 19:12
Takk Imma. Emil þú verður þá að taka grillið með þér!
Vilborg Traustadóttir, 14.6.2007 kl. 19:29
Já maður hefur heyrt margar góðar sögur af Kömburunum .
Hvalaskoðun af svölum, hljómar vel og hefur nú aldeilis heyrst undanfarið að útsýnið kosti tugi milljóna og því er eins gott að þú njótir þess skvís.
Herdís Sigurjónsdóttir, 14.6.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.