þri. 12.6.2007
Garðbas
Erum með garða í skólagörðum Reykjavíkur. Það er notalegt að komast út og ata sig allan í mold um leið og maður potar niður kartöflum og grænmeti. Ég er með einn garð, pabbi og mamma með einn, Kristján Andri og Einar Breki einn, Geir Ægir og Viktor einn, Solla systir með einn. Það er líf og fjör og stundum erfitt að koma öllu heim og saman. Þá stressast liðið upp og fer jafnvel að hnakkrífast. Pabbi er eins og ég í vandræðum með að bogra. Þá finnst honum sem hann eigi að stjórna. Það eru ekki allir sammála því. Þetta kostar árekstra. Ég segi að ég sé í þessu til að hafa gaman af því og ég reyni að standa við það. Það er líka erfitt að sitja á hliðarlínunni. Solla systir var ekki sátt í dag þegar pabbi var að skipta sér af. Það er margt líkt með skyldum!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Athugasemdir
Þú mundir sitja og skipa fyrir! Og enginn myndi hlýða þér!
Vilborg Traustadóttir, 13.6.2007 kl. 10:00
Ég væri sko alveg til í það að hafa svona smá ræktanlegan blett í kringum mitt hús. Því miður er búið að leggja niður skólagarðana og fjölskyldugarðana í Borgarnesi En við ræktuðum kartöflur´í nokkur ár eða þar til þeir voru lagðir af.
En ég er eins og þú að bogra er ekki það besta fyrir mig ég er fyrir rest orðin föst í keng..það er sko ekkert grín að "pota útsæðinu niður".
Knús til þín vinkona og bið að heilsa systur þinni..
Agný, 13.6.2007 kl. 10:34
Já ég læt mér nægja að hlusta á kartöflusögur frá pabba eftir að ég hætti á Keldum, en við vorum með kartöflugarð þar. Eitt árið var búið að taka upp fyrir mig..en hafði þá einhver aðstandandi komið og tekið upp fyrir eina samstarfskonu mína og fékk ég kartöflurnar mínar uppteknar, hreinar og fínar það árið he he.
Herdís Sigurjónsdóttir, 13.6.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.