mán. 11.6.2007
Hveragerðisblómin komin
Var að setja afrakstur Hveragerðisferðar í potta og körfur á svölunum. Kettirnir fylgdust forvitnir með milli þess sem þær mældu út fjarlægðina niður á jörð. Við búum á 9. hæð. Þegar Mímí var komin hálf undir handriðið og teygði sig langt fram af rak ég hana inn og hún hlýddi með semingi. Nú er bara að vökva og hreiðra um sig í góða veðrinu. Fyrst ætla ég að þrífa vel glugga, húsgögn og flísar. Nenni því ekki fyrr en á morgun eða hinn. Það er gaman að hafa hugguleg blóm í kring um sig meðan maður situr úti og lætur fara vel um sig. Dreypir á vatni eða einhverju hollu. Ég er nefnilega komin niður um eitt buxnanúmer svo nú ætla ég EKKI að freistast í óhollustu meir. Best að taka einn detox dag fljótlega. Það er alveg svakalega gott fyrir mig að gera það og líðanin verður svo góð. Gangið öll á guðs vegum.
Athugasemdir
Þetta er hálfgert hundalíf hjá köttunum .
Ég er búin að fara eina blómaferð og verð að fara að koma mér út í garð til að gera eitthvað af viti. Ekki veitti mér af afeitrun eftir útilegu helgarinnar ...át át át og svo var það smá tópas á kvöldvökunni.
Herdís Sigurjónsdóttir, 11.6.2007 kl. 22:04
Ég treysti alla vega ekki á 9 líf kattanna þegar maður býr á 9. hæð!
Vilborg Traustadóttir, 11.6.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.