lau. 9.6.2007
Kjalvegur-Hvalvegur
Hvaða hvaða? Til hvers að leggja nýjan veg yfir Kjöl ef hann verður ekki malbikaður? Er eitthvað til fyrirmyndar að láta lausamöl og ryki rigna þar yfir viðkvæman mosagróðurinn og fjallagrösin? Berin blá og að maður tali nú ekki um hve mjög það myndi ýta undir eyðimerkuruppblásturinn? Til hvers að vera á móti hvalveiðum í atvinnuskyni? Eru til einhverjar haldbærar skoðanakannanir á hug almennings í heiminum gegn hvalveiðum? Held ekki. Það er bara fámennur en hávær hópur atvinnumótmælenda sem hristir sig og skekur og geri Robert Plant betur eins og skáldið sagði. Næst verður að friða fiskinn fyrir hvalinn og svo koll af kolli uns við erum öll komin á beit. Þá tekur ekki betra við þar sem þjóðvegarykið af nýlögðum ómalbikuðum hálendisveginum verður búið að kaffæra beitarlöndin. Þórunn ekki vera klisjukennd! Komdu þér í gírinn og gerður raunverulega áætlun um framtíð okkar hér á Íslandi í umhverfismálum. Áætlun byggða á staðreyndum. Ekki fara í draumalandið eftir hugmyndum um þá vinnu. Þú getur betur!
Kjalvegur verði ekki malbikaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvalveiðiráðið er nú bara hvalfriðunarráð - sorry- en þetta er satt. Hvað er t.d. Sviss að gera í hvalveiðiráðinu? Þarna safnast inn þjóðir sem hafa engra hagsmuna að gæta sjálfar annarra en vara þeim þóknanlegir sem eru á móti hvalveiðum.Greenpeace og Sea Shephard hvað er það annað en atvinnumótmælendur? Svo maður noti nú ekki orð eins og terroristar!!!!
Vilborg Traustadóttir, 10.6.2007 kl. 22:59
Heyr! Vilborg !
Gott innlegg hjá þér. Ég er þér hjartanlega sammála bæði hvað varðar veg yfir Kjöl og framtíð hvalveiða yfirleitt. Hvalveiðistefna Alþjóða Hvalveiðiráðsins er algjört hneyksli.Hinar ríku þjóðir ættu að stofna sjóð, sem stæði undir kostnaði við veiði hvala og flutningi og geymslu hvalkjöts til fátækra, sveltandi þjóða í Afríku og víðar. Vinir vorir, Bandaríkjamenn, eiga að skammast sín sérstaklega, því að yfirgangur og hræsni þeirra í þessu máli er þeim til vansa,
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 11.6.2007 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.