Ásta Lovísa

Mig dreymdi mikinn draum:Ég stóð
með Drottni háum tindi á
og horfði yfir lífs míns leið,
hann lét mig hvert mitt fótspor sjá.

Þau blöstu við. Þá brosti hann.
,,Mitt barn, hann mælti ,,sérðu þar,,
ég gekk með þér og gætti þín,
í gleði og sorg ég hjá þér var.

Þá sá ég fótspor frelsarans
svo fast við mín á langri braut.
Nú gat ég séð hvað var mín vörn
í voða,freistni, raun og þraut.

En annað sá ég síðan brátt;
Á sumum stöðum blasti við
að sporin voru aðeins ein.
-Gekk enginn þá við mína hlið?

Hann las minn hug. Hann leit til mín
og lét mig horfa í augu sér;
,,Þá varstu sjúkur blessað barn,
þá bar ég þig á herðum mér,, 

Ort af Sigurbirni Einarssyni
Ég var að lesa síðuna hennar Ástu Lovísu og fann þetta ljóð eftir Sigurbjörn Einarsson í einu af þúsundum kommenta við frétt af andláti hennar. Það er gott að lesa um þann hug sem hún hefur kveikt með skrifum sínum og æðruleysi. Þakklætið sem er móðir svo margra góðra tilfinninga er mér efst í huga þegar ég hugsa til þessarar konu sem ég ekki þekkti fyrir utan bloggið hennar.
Megi algóður Drottinn styrkja börn hennar og fjölskyldu og bera þau á herðum sér á þeim erfiðu tímum sem þau nú upplifa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband