
Gamall sjómaður tók það upp hjá sjálfum sér að heiðra Kristján Loftsson og hvetja hann til dáða á sjómannadag. Hann mætti ásamt föruneyti á heimili Kristjáns og afhenti honum hvalaskutul sem fannst í fjörunni við Sauðanes v/Siglufjörð. Um er að ræða flögu úr svokölluðu Brínisbergi. Það er klettur sem gengur út í sjóinn austan við Sauðanesvitann. Brínisbergið er eitt fárra á landinu þar sem náttúruleg og nothæf brýni hafa fundist. Á árum áður var sent eftir bríni í hverfissteina flestra Skagfirðinga í umrætt Brínisberg. Flagan sem Trausti B. Magnússon færði Kristjáni er eins og hvalaskutull í laginu. Snoturt statíf var smíðað undir skutulinn og hvalur málaður á hann. Það gerðu sonur Trausta og tengdadóttir. Kristján og kona hans höfðu gaman af uppákomunni og tóku einstaklega vel á móti gestunum .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.