Kveikt á kerti

Ég kveiki af og til á kerti fyrir fólk sem ég bið fyrir. Það er gott fyrir sálina og maður öðlast ákveðna ró.  Þegar ekkert er hægt að gera annað gefur það manni frið.  Sonur minn og fjölskylda hans voru rænd öllu sem þau höfðu meðferðis í fríi sínu á Spáni á dögunum.  Það var brotist inn í íbúðina sem þau voru nýflutt í og allt tekið nema óhrein föt.  Feðatalva með persónulegum og atvinnutengdum gögnum, vegabréfin og allt. Þau höfðu brugðið sér út að borða með vinafólki.  Börnin voru með þeim.  Vegabréfin fundust svo ásamt einhverjum fötum í ferðatösku daginn eftir.  Þetta er daglegt brauð á Spáni og furðulegt að ferðamannaiðnaðurinn þrífist á svona stöðum þar sem litið er á eigur fólks sem sameiginlega auðlind þar sem þjófar og glæpamenn geta sótt sinn kvóta að vild.  Ég ákvað að fyrirgefa þessum þjófum þar sem ég get ekkert annað gert í stöðunni.  Það er vonandi að ljós fyrirgefningarinnar geti lýst þeim veginn á rétta braut. Það er hjóm eitt að hafa áhyggjur af dauðum hlutum.   Litla fjölskyldan mín þarna úti slapp öll heil frá þessu og enginn slasaðist. 
Ég vona og bið innilega að litla stúlkan sem fréttin fjallar um finnist heil á húfi. 

mbl.is Foreldrar Madeleine á ferð um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband