Bítlabuxur

Það eru 40 ár síðan platan Sgt Peppers Lonley Hearts Club kom út í Bretlandi.  Þá var ég 10 ára.  Ég var í heimavistarskóla á Nýrækt í Fljótum og stundaði skóla á Ketilási.  Ég man að skólasystur mínar systurnar Alla og Valdís höfðu ekki miklar mætur á Bítlunum í þá daga.  Mig dauðlangaði í útvíððar buxur sem þær kölluðu í niðrandi tón "Bítlabuxur."  Annars hefði ég örugglega sótt fastar að fá þannig buxur.  Börn þurfa viðurkenningu hópsins. Þetta breyttist svo fljótt hjá þeim Öllu og Valdísi þegar þær "forfrömuðust" ásamt mér í Steinstaðaskóla og víðar.  Gaman að rifja þetta upp.Kissing
mbl.is 40 ár frá útkomu Sgt. Pepper's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband