fim. 24.5.2007
Landsbúnaðarútvegs
Er ekki Laddi forspár. Nú hefur það gengið eftir sem hann orti í frægu kvæði sínu Austurstræti. Einar K. Guðfinnsson fær það hlutverk að vinna sameiginlega að þessum tveim elstu atvinnugreinum okkar íslendinga. Atvinnugreinum sem framan af slógust um vinnuaflið. Bændurinir höfðu tögl og hagldir löngum og kúguðu fólk til undirgefni. Höfðu hreðjatak á sjávarútveginum. Það er gleðiefni að svo er ekki í dag. Hins vegar hefur landbúnaðurinn farið halloka af haftastefnu stjórnvalda, kvóta á bú o.s.frv. Bændur hafa verið sjálfum sér verstir. Í stað þess að standa upp og láta markaðinn ráða hafa þeir látið kúga sig til undirgefni. M.ö.o. þeir hafa ekki trú á mætti sínum og megin. Mega ekki bjarga sér. Hvert leiðir það okkur? Að ölmusuborði yfirvalda sem hafa ekki ráð í hendi sér bændum til handa. Ég er sannfærð um það að framsæknir bændur sem hasla sér völl með góða vöru geta vel lifað af afurðum sínum. Þurfa ekki ríkisstyrki. Ef þeir þurfa þá ætti það að vera í formi beingreiðslna. Tímabundið. Nú er að vinda sér í það að styðja bændur til sjálfshjálpar. Rétt eins og okkur öryrkjana.
Guðni treystir Einari best til að taka við landbúnaðarráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Athugasemdir
Sammála Guðna
Ragnar Bjarnason, 24.5.2007 kl. 23:05
Það er eftirsjá að Guðna úr Ríkisstjórn.
Vilborg Traustadóttir, 25.5.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.