Ekkert stress

Það er greinilega ekkert stress í stjórnarmyndunarviðræðunum.  Það hlýtur að teljast góðst viti að gagnkvæmt traust ríki. Það er grundvallaratriði og mér finnst þetta lofa góðu um framhaldið.  Verði Ríkisstjórnarsamstarfið með þessum hætti erum við í góðum málum.  Það kom fram í fréttum að helst steytti á landbúnaðarmálum og stóriðjumálum.  Maður gat svo sem getið sér þess til að stóriðjumálin yrðu "rædd" í þessu samhengi.  Landbúnaðarmálin hins vegar ættu nú varla að verða hár þröskuldur á leiðinni að samstarfi þessara tveggja flokka.  Framsóknarmennirnir í Sjálfstæðisflokknum verða auðvitað að líta sér nær og opna augun fyrir 21. öldinni.  Það er sannarlega kominn tími til að aflétta ákveðnum höftum í þessari atvinnugrein og leyfa henni að spreyta sig og blómstra.  Hætta smám saman með núverandi styrkjakerfi og taka í staðin upp beingreiðslur til bænda.  Svo bændur hafi raunverulegt val um það hvort þeir hætta hokrinu eða halda áfram og þá með reisn.
mbl.is Samfylkingin kveður þingmenn og býður nýja velkomna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Ég vona bara að öll kosningaloforð beggja aðila verði efnd....þó svo að það yrði þá örugglega í fyrsta skifti sem slíkt myndi ske...

Agný, 22.5.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband