Seinni vélin kom á undan

Gestur Fanndal sem Siglfirðingar þekkja sem verslunarmann og flugvallarstjóra á Siglufirði um árabil var frægur fyrir skjót tilsvör. Þegar hann var flugvallarstjóri gerðist það að ófært hafði verið með flugi til og frá Siglufirði í einhverja daga. Safnast hafði upp nokkur hópur sem þurfti að komast í flug.  Loks þegar útlit var fyrir flug dag einn var von á tveimur flugvélum.  Kom maður að máli við Gest og linnti ekki látum fyrr en Gestu hafði lofað honum fari með fyrri vélinni.  Maðurinn heyrði svo í flugvél og skildi ekkert í að Gestur var ekki búinn að hringja.  Hann stökk út í bílinn og brunaði fram á flugvöll.  Stóð það á endum að þegar maðurinn kom á flugvöllinn horfði hann á eftir flugvélinni í loftið.  Maðurinn hellti sér yfir Gest og sagði þú lofaðir mér fari með fyrri vélinni!

Gestur brá ekki svip og svaraði ofur rólega "ummmm seinni vélin kom á undan".

Sagan á það til að endurtaka sig.  Nokkur úr hópnum okkar (umboðsmenn Ísaga um allt land) sem var á Ísafirði um helgina átti pantað með flugvél kl. 13.20 þar á meðal við.  Aðrir átti pantað með vél upp úr kl. 15.00.  Þegar svo fyrri hópurinn var komin út í vélina sem lenti á Ísafirði tilkynnti flugmaðurinn töf vegna breyttra veðurskilyrða.  Leið og beið og svo kom seinni hópurinn við á flugvellinum á leið sinni til Þingeyrar þangað sem þeirra vél var beint vegna þessa.  Loks eftir fjögurra tíma bið, kók, prins póló og hamborgara á Ísafirði, komumst við svo í loftið.  Þegar við lentum í Reykjavík tók hluti "Þingeyrarhópsins" á móti okkur þar sem þau biðu eftir flugi til Egilsstaða.

 

Segja má með sanni að orð Gests heitins eigi vel við í dag því "seinni vélin kom á undan".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Velkomin í höfuðborgina á ný! 
Sjáumst 9 júní amk
bestu kveðjur

G Antonia, 21.5.2007 kl. 01:22

2 Smámynd: G Antonia

 bara fyrir "fullorðna" ekki börn, stjúpbörn eða fósturbörn

G Antonia, 21.5.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Stur var símsvörunin ógleymanlega, aldrei heyrði maður Gestur, bara Stur.

Magnús Þór Jónsson, 21.5.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Emil þú þarft að vinna þér inn prik ef þú vilt fitta í hópinn.  Já Stur var heimsfrægur á Siglufirði.  Hann stóð m.a. upp á opnum fundi bæjarstjórnar þar sem vandamál varðandi fækkun Siglfirðinga var rædd.  Hann sagði, "það er mikill misskilningur að Sigfirðingum fari fækkandi, þeir búa bara annars staðar"!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 21.5.2007 kl. 21:05

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

ég ætlaði einmitt að segja ........ stur bandarann . Frábær Siglfirðingamessa í gær og var þetta með fráfluttu Siglfirðingana einmitt mikið rætt. Ég hitti alla nema ykkur þar.

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.5.2007 kl. 21:22

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Einmitt Herdís.  Maður getur ekki verið alls staðar.  Gott að messan var góð.  Mæti bara næst.

Vilborg Traustadóttir, 22.5.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband