Þá er það ljóst

Það stefndi í þetta enda naumur meirihluti fyrir hendi en meirihluti þó.  Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi öfluga Ríkisstjórn.  Þessir flokkar hafa unnið saman áður með farsælum hætti þó Samfylking héti þá Alþýðuflokkur.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er öflugur stjórnmálamaður þó hún sé að sjálfsögðu ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir stjórnmálamenn.  Össur Skarphéðinsson er reyndur í pólitík og yrði eflaust afbragðs umhverfisráðherra falli það veigamikla ráðuneyti í hlut Samfylkingar.  Allar svona spekúlasjónir eru þó vart tímabærar enda á eftir að sjá hvernig spilast úr spilunum.  Ég styð samstarf þessara tveggja flokka heils hugar.  Ég held að þetta yrði öflug og heilsteypt Ríkisstjórn. 

mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband