fim. 17.5.2007
Ný stjórn eða sama stjórn?
Ég hallaðist á sínum tíma að því að Viðeyjarstjórnin ætti að framlengja líf sitt eftir að Alþýðuflokkurinn tapaði þremur þingmönnum og stjórnin hélt með einungis eins manns meirihluta. Ég veit ekki hvað er rétt nú en svo virðist sem reynt verði til þrautar að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram. Hvort það skilar áragngri virðist óljóst. Jafnvel minni líkur á því eftir því sem tíminn líður. Ég hygg að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur gætu vel unnið saman og náð góðum árangri. Viðeyjarstjórnin var góð stjórn og markaði mörg af þeim framfaramálum sem við njótum í dag. Efnahagsmál þjóðarinnar hafa komist í jafnvægi og stöðugleiki ríkir í þeim. Það er forsenda fyrir velferðarkerfið okkar að það getir þrifist, eflst og haldið fengnum hlut.
Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.