Ísafjörður á morgun

Við hjónin skellum okkur til Ísafjarðar á vit ævintyranna á morgun.  Munum m.a. snæða hádegisverð í Vigur á laugardag  (ef guð lofar) . Einnig er fyrirhugað að fara til Flateyrar og eitthvað um Vestfirðina í góðum hópi fólks.  Í austanátt er best að flýja vestur.  Það verður að vísu norðan og norðaustan á morgun.  Maður hefur bara úlpuna og föðurlandið með.  Það eru tvö ár síðan ég slapp með skrekkinn á Ísafirði.  Fattaði ekki að ég væri innanbæjar og ók of hratt.  Fékk bara létta áminningu frá lögreglumanninum sem stöðvaði mig.  Ég er þakklát fyrir það og stilli jafnan bílinn á löglegan hraða nú.   Það er  svo auðvelt að gleyma sér.  Trausti mun gæta bús og katta. 
mbl.is Vaxandi austlæg átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband