fim. 10.5.2007
Inga Jóna ný bloggvinkona
Inga Jóna er systir Emils stjúpsonar míns. Þau systkin voru fjögur og voru öll sett í fóstur. Inga Jóna ásamt Níels (Nilla) bróður sínum til sömu hjóna. Emil og Ingi bróðir hans til mannsins míns og hans fyrrverandi. Þau skildu. Við heimsóttum gjarnan Ingu Jónu og Nilla hjá sinni fjölskyldu þegar Ingi var hjá okkur og við í borginni. Ingi flutti með fósturmömmu (mömmu) sinni til Svíþjóðar en kom á sumrin í heimsókn um lengri eða skemmri tíma. Inga Jóna er nú búsett á Sólheimum í Grímsnesi. Þau systkin fjögur hafa alltaf samband sín á milli eftir föngum. Gangi þér allt í haginn Inga Jóna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.