mið. 9.5.2007
Vísitering
Vísiteruðum Borgarnes og Akranes í dag. Bloggvinir Keli og Agny ásamt oddikennari og frú tóku vel á móti okkur. Samfylkingarfundir rugluðu ekki einu sinni dæmið . Yndislegt að keyra í rólegheitunum út fyrir bæinn og njóta stressleysisins þar (að vísu blikkaði eitthvað á okkur í Hvalfjarðargöngunum). Hitta vini og vandamenn og njóta góðrar samveru. Takk fyrir okkur, mig, Sollu og Lucy!!! Solla sagði á heimleiðinni að það væri svo "hlýtt" í kring um Ingu (Agny) og það er alveg satt. Ræddum það líka á heimleiðinni hve það gerir mikið að lyfta sér aðeins upp úr hversdagsleikanum.
Passaði Einar Breka fyrri partinn. Hann er alltaf jafn skemmtilegur eins og allir sonarsynir okkar. Auðvitað!!!!
Athugasemdir
Heil og sæl
Mín greinilega farin að vinna ... en ég kem oft inn og skoða og eeeeeeeeeelska að lesa ljóðin...og sum les ég aftur og aftur og aftur og aftur...hlakka til að fá þau í bókarformi .
Herdís Sigurjónsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:27
Hæ og takk fyrir síðast vinkona. Það var virkilega gaman að þið skylduð drífa ykkur í heimsókn....hefði bara mátt vera lengri tími en hann var góður í mínum huga, sem við áttum saman.
Sjáumst vonandi bara sem fyrst og bið kærlega að heilsa systur þinni og þakka henni "hlý" orð í minn garð. Sjáumst sem fyrst aftur
Agný, 10.5.2007 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.