Kosningafjör

Kíkti með pabba á fund hjá Sjálfstæðisflokknum um málefni eldri borgara á laugardaginn.  Það var margt merkilegt sem kom fram í máli frummælenda þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Jórunnar Frímannsdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur.  Það sem stóð upp úr hjá mér eftir fundinn var hve nauðsynlegt er að Sjálfstæðisflokkur fái Heilbrigðis og Tryggingaráðuneytið eftir kosningar.  Ég hef nokkra reynslu af samskiptum við það ráðuneyti sem fyrrverandi formaður MS félagsins.  Það er undarlegt til þess að vita að millistjórnendur í ráðuneyti geti tekið völdin í sínar hendur.  Ég hélt að þættirnir "Já ráðherra" væru löngu búnir að renna sitt skeið þar til ég upplifði þetta.  Án þess að fjölyrða frekar um þá reynslu tel ég afar brýnt að á málum þeirra félagasamtaka sem sýna fram á greinilegan sparnað í rekstri þeirra stofnana sem þau reka fyrir ríkisfé, með áætlunum og hagræðingum, sé tekið af alvöru og sanngirni.  Það gengur einfaldlega ekki upp ef pólitískir forsvarsmenn stofnananna fá "veiðileyfi" á starfsemina og geti haldið góðu og hagkvæmu uppbyggingarstarfi í "gíslingu" eigin draumóra um "dúkkuhús".  Að þeir fái að beita veikum skjólstæðingum sínum fyrir sig og sína hagsmuni alla leið upp í ráðuneyti er auðvitað svo farsakennt að maður hefði haldið að jafnvel í verstu bananalýðveldum gengi það varla upp.
Fyrst við í "litla" MS félaginu upplifðum þessi harkalegu viðbrögð við  sparnaðarumleitunum okkar trúi ég að víða sé pottur brotinn í okkar ágæta heilbrigðiskerfi. 
Flókið kerfi í Tryggingamálum sjúklinga er einnig óþolandi og á að einfalda ekki seinna en strax.  Það þarf að gera heimasíðu Tryggingastofnunar þannig að auðvelt sé að nálgast nauðsynlegar upplýsingar þar.  Þannig er það ekki í dag. 
Eftir fundinn hjá Sjálfstæðismönnum fórum við pabbi í grillveisl hjá Frjálslyndum á Sægreifanum.  Þar var mergð manna og náði ég að kría út ýsu (án kvóta) hjá Magnúsi Þór.  Hún var dálítið sölt. 
Síðan lá leiðin heim hvar ég tók á móti góðri vinkonu að vestan. Hún er nú flutt suður hún Sigríður Hrönn. 
Loks hélt ég í afmæli hjá Ingunni Jónsdóttur frá Melum í Hrútafirði. 
Hún ef fyrrverandi mágkona mín og fórum við Solla systir ásamt mömmu og pabba og Lucy dóttir Sollu að samgleðjast henni.
samningur
Þó hún og bróðir minn hafi skilið þá er af og frá að öll fjölskyldan þurfi að skilja með.  Auðvitað er allt breytt.  Það gefur auga leið.  Ég hef þó lært þá lexíu að láta hverjum eftir að stjórna eigin lífi.  Það var yndislegt að hlusta á börnin þeirra halda ræðu (10 vasaklúta ræðu bæði vegna gráts og hláturs)  og Traustai spilaði svo fallega á gítarinn "Óður til gleðinnar" fyrir mömmu sína.
P.S.  Horfði svo á Mugison á sunnudagskvöldið í "Sjálfstætt fólk" Jóns Ársæls, þar sem hann lék af fingrum fram m.a. í gamla húsinu hennar Sigríðar Hrannar á Súðavík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman hvað þú og gamli eruð dugleg að sækja fundi - sé ykkur alveg í anda. Gott þið fóruð í afmælið, auðvitað þarf ekki allt að fara upp í loft útaf einum skilnaði. Ætla ekki að ræða um kosningarnar því í öllum flokkum er eitthvað í stefnuskránni sem mér líkar alls ekki - ætla því að velta þessu vel fyrir mér, verður erfitt að gera upp hug sinn núna geri það væntanlega í kjörklefanum að þessu sinni ! Magga systir

Magga systir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:16

2 Smámynd: Örn Arnarson

Hvað eru sjálfstæðismenn búnir að hafa langan tíma til að beita áhrifum sínum til úrbóta fyrir eldri borgara?  16 ár og svo hlustar fólk þegar þeir jarma um þetta viku fyrir kosningar.  Ég er hættur að hlusta á kosningatal, ég tel markvissara og áreiðanlegra að horfa á hvað menn eru búnir að gera síðust árin.  Verkin dæma menn og flokka, ekki tal um það sem allir vilja heyra!

Örn Arnarson, 8.5.2007 kl. 08:31

3 Smámynd: Örn Arnarson

Kannski eru bara þeir eldri borgarar og öryrkjar sem kjósa íhaldið ekki upp á aðstoð ríkisins komnir......

Örn Arnarson, 8.5.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er einmitt árangur Sjálfstæðismanna sem ég horfi til þegar ég geng til kosninga.  Nú er málið að þeir fái Heilbrigðisráðuneytið sem er með mörg brýn verkefni sem bíða úrlausnar.  M.a.verkefni tengd öldruðuim og öryrkjum.  Emil þú skalt bara fara og segja bæjarstjóranum þínum honum Árna Sigfússyni þína vanlíðan með Sjálfstæðisflokkinn.

Vilborg Traustadóttir, 8.5.2007 kl. 12:56

5 Smámynd: Örn Arnarson

Árangur fyrir hverja????

Örn Arnarson, 8.5.2007 kl. 13:04

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

T.d. í bættum efnahagsmálum þjóðarinnar. 

Eftirfarandi fékk ég að láni hjá bloggvinkonu Herdísi. 

"Hér er ein forsíðufrétt frá þeim tíma sem ég vil helst gleyma eða frá tímum síðustu vinstri stjórnar. Í þessari forsíðufrétt Morgunblaðsins frá 8. júní 1989 greinir þá verandi fjármálaráðherra frá efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. 

Í fréttinni segir m.a:

ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mun í dag leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur um það hvernig rétta megi af fyrirsjáanlegan 3,5 milljarða halla á ríkissjóði á árinu. Hann segist munu leggja fram tillögur um aukna skattheimtu, niðurskurð og auknar lántökur innanlands. Hins vegar verði forðast að taka erlend lán til þess að rétta af hallann.

Ástæðan fyrir þessum halla er sú að á undanförnum vikum hafa verið teknar ákvarðanir um ýmis viðbótarútgjöld og ýmsir aðrir hlutir verið að koma í ljós,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. "

Sjá nánar hjá bloggvinkonu Herdísi.

Vilborg Traustadóttir, 8.5.2007 kl. 13:16

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sé ekki betur en Reykjanesbær blómstri.  Það verður að taka á málum af festu og ábyrgð.  Það veit ég að Árni Sigfússon gerir.

Vilborg Traustadóttir, 8.5.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband