mið. 25.4.2007
Pólitískir forsvarsmenn stofnana
Ég var að lesa í Blaðinu að hinir margumtöluðu biðlistar hjá BUGL hafi tvöfaldast á sl. tveim mánuðum. Ég þekki það frá starfi mínu sem formaður MS-félagsins að fyrir kosningar kom alltaf aukin pressa á forsvarsmenn félagsins og dagvistarinnar að "skapa" neyðarástand til að þóknast pólitískum duttlungum þáverandi forystu Öryrkjabandalagsins eða annarra hagsmunaaðila. Ég man eftir einu skipti þegar félagið stóð í samningum við ríkið og við vorum með inni í þeirri umræðu að auka hjúkrunarrými fyrir fatlaða einstaklinga. Þá ætluðu forstöðumaður dagvistarinnar okkar Þuríður R. Sigurðardóttir og Garðar Sverrissona þá formaður ÖBÍ að koma fram með biðlistadæmi. Til að koma ríkisstjórninni frá. Ég tók af öll tvímæli um að þetta væru vinnubrögð sem MS-félagið stæði ekki fyrir. Við værum í viðræðum um þessi mál og "kafbátahernaður" í þessum efnum myndi ekki vera okkur til framdráttar.
Þó fór það svo seinna að þessir sömu aðilar gerður "kafbátaárás" á okkur sem störfuðum að framgangi MS- félagsins og dagvistarinnar. Þeim tókst að hræða millistjórnendur í Heilbrigðis-og Tryggingaráðuneytinu til hlýðni við sig. Það er önnur saga.
_
Nú er ég ekki að gera lítið úr málefnum geðsjúkra enda ekki ástæða til þess. Það er þó alltaf tilhneiging hjá pólitískum forsvarsmönnum stofnana að magna upp mál af þessu tagi korteri fyrir kosningar.
_
Ágætis umfjöllun hér: http://agny.blog.is/blog/agny/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.