mán. 23.4.2007
Hrafn Gunnlaugsson - klikkar ekki
Las í Fréttablaðinu í morgun (mogginn var ekki kominn) grein eftir Hrafn Gunnlaugsson. Sjónarhóll á bls 14. Þar lýsair hann skoðun sinni á að byggja 50-60 hæða hús á rústum Lækjargötu 2 og Pravda. Ég gæti ekki verið meira sammála. Það er mjög góð hugmynd að byggja þarna íbúiðir fyrir námsmenn og myndi það hleypa mjög miklu lífi í miðborgina. Ég styð það heils hugar og tek undir með Hrafni í þessu máli. Það væri bara hallærislegt að reyna að búa til formninjar sem eru glataðar. Hvað sem manni finnst um gömlu húsin þá eru þau nú ónýt. Legg til að Hrafn verðir gerður sérlegur ráðgjafi við skipulag og uppbyggingu í Reykjavík.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 24.4.2007 kl. 00:56 | Facebook
Athugasemdir
Ég á eftir að sjá þessa grein. Hrafn hefur svona venjulega komið með skoðanir sem þykja óvenjulegar en það þarf þess svo hægt sé að hugsa út fyrir kassann.
Ragnar Bjarnason, 23.4.2007 kl. 19:45
Einmitt og hann kemur þeim vel frá sér. Ég get engan veginn í fljótu bragði fundið þetta á netinu til að setja á það link.
Vilborg Traustadóttir, 23.4.2007 kl. 23:49
Fann Fréttablaðið þar sem það var "í felulitunum" á vísi.is
Vilborg Traustadóttir, 24.4.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.