Barnakvak

Naut barnakvaksins um helgina. Þrír af fjórum mögulegum gistu hér í nótt. Sá fjórði kíkti svo í heimsókn í dag með  mömmu sinni. Þetta eru kempur allir sem einn.  Yngsti sofnaði fyrstur fyrir átta í gærkvöldi.  Amma tók hann "úr umferð" og svæfði hann.  Við hávær mótmæli til að byrja með en þegar amman fór að syngja torkennileg lög eins og "ljósið kemur langt og mjótt " og Karl sat undir kletti" þagnaði sá stutti. Hreinlega sofnaði af undrun held égLoL.  Þar sem undirstaða mín í söng frá Möggu Pálma gagnaðist svona vel flutti ég mig um set og settist að afanum sem var með þann elsta hálfleiðan  í fanginu og endurtók leikinn þar.  Sá datt útaf á nóinuWoundering.  Þá var bara miðguttinn eftir en hann var fótbrotinn í "loftfimleikum" í stofusófanum þegar þetta bar við (hann er í gifsi síðan á annann í páskum en þá ristarbrotnaði hann).  Ég smeygði mér bak við sófann og hóf upp raust mína og viti menn.  Eftir að hafa horft á mig eins og naut á nývirki um stund, róaðist hann líka og gat m.a.s. burstað tennurnar þokkalega.  Síðan brá ég mér frá og ætlaði svo að raula meira fyrir hann en þá var hann sofnaður þegar ég kom aftur.  Ég hef reyndar haft það á tilfinningunni með hann frá upphafi að hann geri jafnan það eina sem hægt er að gera í stöðunni þegar þessar aðstæður koma upp.  Hann sofnar!  Hvort það eru meðmæli með "ömmuhæfileikunum" eða ekki skal ég ekki dæma um. Smile  Eftir þetta hvarf ég til "bloggheima" en hrökk upp við hroturnar í afanum kl. 22.00 og fór þá sjálf að sofa.Gasp

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þú ert lang flottasta amman ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.4.2007 kl. 04:04

2 Smámynd: Agný

Það eru alveg ótrúleg kraftaverk sem að syngja og lesa getur gert fyrir börn. Þ.e. þegar að háttatímanum lemur.

Þetta svínvirkaði á mína 4 gaura, fyrst að lesa, passaði bara að lesa mátulega mikið og það þýddi ekki að suða um heila bók, ja nema kanski disney enda passlega langar, svo sungum og rauluðum við bíbí og blaka og afi minn fór á honum Rauð og lög í þessum dúr..enda ætla er ég ekki sú albesta í þessari deild...

Svo var punkturinn yfir iið að fara með faðirvorið og gera það hægt og rólega og geispa svona hér og þar og það brást ekki að allur kórinn geispaði um leið

Svo var mín spes þula,

góða nótt, sofðu rótt og

hafðu hljótt í alla nótt..

Ljósið slökkt og allir fóru að sofa. Ég þurfti aldrei að svæfa mína og þóti mörgum af mínum vinkonum það undarlegt.. Kanski haldið að ég hafi notað einhverjar dubious aðferðir...en faðivorið varð að vera endapunkturinn, þeir komu sko fram ef það varð einhver truflun á þeirri athöfn.. Knús til þín vinkona

Agný, 23.4.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband