lau. 11.7.2015
Djúpavík
Skruppum í kuldann og trekkinn norður á Strandir nýlega. Komum heim í gær. Við ákváðum að ergja okkur ekki á veðrinu heldur nutum tilverunnar. Nýlega hafði verið flæmt burt svissneskt par vegna gripdeilda í sveitinni. Við höfðum því hægt umm okkur svona til vonar og vara. Þess vegna kom veðrið sér ágætlega. Það var ekki hundi út sigandi. Fyrir utan það að sonarsynirnir sóttu sjóinn og komu jafnharðan gegnblautir heim. Gekk því á fatabyrgðirnar og vart hafðist undan að þurrka fatnaðinn þó svo að allir ofnar væru virkjaðir. Eitthvað var um ullarvörur í þýfi svisslendinganna, handprjónaðar í hreppnum. Ekki fór hjá því að viss skilningur gerði vart við sig og ekki veit ég nema ég hefði skroppið í Kaupfélagið ef við hefðum verið lengur........sennilega þó á opnunartíma. :).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.