lau. 21.4.2007
Góðæri
Þetta eru nú bara "heimildalaus" þankabrot sem flugu gegn um huga minn og gegn um lyklaborðið rétt í þessu.
Í því góðæri sem ríkt hefur undanfarin ár hefur stjórnarandstöðunni reynst erfitt um vik að gagnrýna Ríkisstjórnina með sannfærandi hætti. Þau hafa þyrlað upp hverju moldviðrinu af öðru sem hafa svo reynst stormur í vatnsglasi þegar á hólminn er komið. Hver man ekki eftir "fjölmiðlamálinu" sem stoppað var af og hvað gott hefur það leitt af sér? Samþjöppun (ekki samkeppni) á fjölmiðlamarkaði sem erfiðara verður að brjóta upp því lengra sem líður. Álver á Reyðarfirði vildi stjórnarandstaðan stoppa. Hvar væru Austfirðingar staddir ef það stopp hefði náðst? Atvinnuöryggið sem við búum við í dag er ekkert sjálfgefið og það þýðir ekkert fyrir stjórnarandstöðuflokkana að segja "nú get ég" þegar þeir hafa engin tromp á hendi sér. Alla vega hafa þeir ekki sýnt þau fram að þessu. Það sem þeir hins vegar segja er að það þurfi að stoppa þessar eða hinar framkvæmdirnar og megi alls ekki halda áfram að skapa störf á Íslandi þar sem það skapi þenslu. Ég spyr nú bara hvernig ástand myndast hér ef þessi afturhaldsöfl ná stjórnartaumunum? Það yrði nú ekki mjúk lending fyrir hagkerfið eða velferðarkerfið að fá nokkur hundruð manns skyndilega á atvinnuleysisbætur eins og myndi gerast ef stop-flokkarnir fengju að ráða. Með áframhaldandi skynsemi og örugga stefnu fram á við mun okkur takast að halda fengnum hlut og auka heldur við en stíga aftur á bak.
Don´t stop me now..................
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Athugasemdir
Einu sinni enn hefur þú mikið til þíns máls ... ég fæ hroll og veit að ég er ekki ein um það. Hitti fólk á sextugsaldri í dag á kosningaskrifstofunni sem eru úr Hafnarfirði og hafa kosið Samfylkinguna sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú og það var að vel athuguðu máli.
Herdís Sigurjónsdóttir, 21.4.2007 kl. 19:55
Ég vil stopp á allar virkjanir og allt sem skemmir náttúruna,auk þess hefur engin flokkur gott af of langri stjórnarsetu,því á að gefa stjórnarflokkunum frí og hleypa öðrum að,ég er náttúruverndarsinni en berst líka fyrir kjörum aldraðra og öryrkja og þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn klúðrað málum svo um munar.
Magnús Paul Korntop, 21.4.2007 kl. 22:48
Sjálfstæðisstefnan er mjög hliðholl öryrkjum. Hún gengur út á að þeir sem virkilega þurfa á að halda fái fullar bætur og um leið minnki hlutur þeirra sem geta drýgt tekjurnar með einum eða öðrum hætti. Því miður eru alltaf einhverjir sem sækja bætur ( af því þeir eiga "rétt" á þeim) en eru í fullri vinnu "svart" en það dregur úr hlut hinna sem virkilega þurfa á að halda.
Vilborg Traustadóttir, 22.4.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.