fim. 19.4.2007
Borg eða smáþorp
Ég er svo heppin að búa í "ómanneskjulegu" háhýsi í Reykjavík. Ég hrekk alltaf í kút þegar vinstri grænir eða samfylkingarmenn nota þetta orðalag þegar skipulagsmál ber á góma. Hvað er "ómanneskjulegt" við háhýsi í borg? Ég hef sjaldan séð skynsamlegri sýn á Reykjavík en þá sem Hrafn Gunnlaugsson sýndi okkur í ágætri mynd um hans hugmyndir að framtíð Reykjavíkur. R-listinn beytti sér fyrir því að "þétta byggð" eins og það var kallað. Gott og vel en það hefur einnig verið farið upp um fjöll og firnindi með lágreista byggð á undanförnum árum. Í valdatíð R-listans myndaðist mikill lóðaskortur í Reykjavík og flúðu þá Reykvíkingar í nálæg byggðalög sem kappkostuðu að hafa lóðir. M.a. til Kópavogs þar sem nota bene, "ómanneskjuleg " háhýsi hafa sprottið upp eins og gorkúlur og setja skemmtilegan "borgarblæ" á t.d. Salahverfið og fleiri hverfi þar í bæ. Hefði nú ekki verið dálítið skynsamlegt að byggja upp í loftið í henni Reykjavík líka? Þess í stað er byggt lágt og byggðin teygð í láréttri stöðu um holt og móa. Byggðar 20-30 "Hólmavíkur"með alles og tilheyrandi einkabílaakstri milli þeirra og mengun sem því fylgir. Ég er úr sveit og þegar ég er í sveit vil ég vera þar. Ég bý hins vegar í borg og þar vil ég hafa BORG. Iðandi mannlíf og stutt í alla þjónustu. Það má velta því fyrir sér hvort er manneskjulegra að búa í háhýsum í borg og ganga allra sinna ferða um nágrennið eða búa í einni af 10-20 "Hólmavíkum" og þurfa að þeysa á milli staða í eiturspúandi einkabíl? Mætandi öllum hinum eiturspúandi einkabílunum frá öllum hinum "Hólmavíkunum" í henni Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill Vilborg, gott og þarft að skrifa um þetta mál.
Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 23:17
Þetta held ég flokkist undir pólitískt skítkast. Ef hamrað er nógu oft á einhverju endar með því að fólk fer að samþykkja það.
Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2007 kl. 23:23
Takk Sigfús. Er oft undrandi á málflutningi þeirra sem telja sig "ultra-umhverfissinna" . Emil Njarðvík er ábyggilega fín. Ester átt þú við "háhýsapólitíkina" að þau séu ómanneskjuleg að sumra mati?
Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 23:35
Já ég eeeeeeeeeelska skipulagsmál. ÉG gæti ekki verið meira sammála þér og næ því ekki þegar verið er að tala um ómanneskjulegar blokkir, bíddu eru þær ekki einmitt fyrir fólk?
Við í Mosfellsbænum höfum valið að hafa hér lágreista og dreifða byggð og aukinn þáttleika í kring um miðbæinn og fólki sem líkar þessi sýn flytur í Mosó...fólk á að hafa val og um það snýst málið. Hjá okkur er líka búið að byggja litlar blokkir bæði venjulegar og svo fyrir 55 ára og eldri, því það vantaði þær á markaðinn fyrir fólk sem aldi að búa í blokk með engum garði en með lyftu o.s.frv.
En bottom line ... valfrelsi einstaklingsins
Herdís Sigurjónsdóttir, 20.4.2007 kl. 09:12
Mér finnst einmitt Mosfllsbær vel heppnað dæmi um gott skipulag. Háu byggingarnar eiga að vera sem næst miðbænum eða öflugum verslunarkjarna (Smáralind, Kringlan o.s.frv), svo fólk geti rölt í bæinn eftir vinnu eða með barnavagninn á daginn án þess að flengjast fyrst óraleið í bíl. Skutlaði einum heim í blokkirnar50 + við Blikastaði um daginn, mjög sjarmerandi og skemmtileg byggð. Þarna voru lágar blokkir og háar í bland ásamt öðrum valkostum. Að vísu er ég alltaf jafn áttavillt á hringtorgunum ykkar en það er á öllum þessum nýju hringtorgum sem ég er það. Ekki bara í Mosó.
Vilborg Traustadóttir, 20.4.2007 kl. 13:25
Skemmtilegar pælingar. Takk fyrir mig.
Ragnar Bjarnason, 21.4.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.