fim. 19.4.2007
Vettvangsferð
Fór í vettvangsferð eftir fermingarveislu sem ég var í í dag sumardaginn fyrsta. Ók Lækjargötuna framhjá rústum Pravda og Lækjargötu 2. Þetta er handónýtt. Byggja nýtt, stærra og nær nútímanum. Síðan lá leiðin í Hafnarfjörðinn að berja Wilson Muuga augum. Ég ætlaði nú ekki að finna dallinn, blessaðan en rak augun í hann á bakaleiðinni eftir að hafa þrætt bryggju- og athafnasvæði þeirra Hafnfirðinga. Rak augun í prýðilegt landssvæði sunnan eða austan við athafnasvæðið (ein áttavillt). Því er ekki byggt þar? Wilson Muuga leit ótrúlega vel út eftir að hafa barist í brimi þessa mánuði. Kom auga á smávegis skekkjumörk miðað við myndina sem ég birti af honum á blogginu nýverið. Enda um hughrif að ræða þar sem erfitt getur reynst að festa fingur á smáatriðum. Á svo til góða aðra fermingarveislu í Borgarnesi en ég er svo kvefuð að ég ákvað að skreppa seinna þangað. Þó svo að ég fái bara molakaffi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.