Umhverfisverd

Vinstri grænir og síðar Íslandshreyfingin hafa mjög sérstæðar skoðanir á umhverfisvernd.  Þessir flokkar vilja setja stopp á þær framkvæmdir sem hugsanlegar eru á næstu árum og tryggt gætu mörg þúsund störf til viðbótar á Íslandi.  Ástæða? Ókunn, a.m.k. mjög óljós.  Lítum aðeins á málið,
þau vilja loka álverinu í Straumsvík, þau vildu aldrei álver Alcoa á Reyðarfirði.  Þau berjast nú með kjafti og klóm gegn álveri við Húsavík, olíuhreinsunarstöð á Vestjörðum og fleiri möguleikum til atvinnuuppbyggingar. Í staðinn segjast þau geta skapað sama fjölda starfa með ferðamannaiðnaði.  Það myndi hins vegar þýða stóraukna mengun vegna tíðari flugferða til landsins, aukinnar bílaumferðar auk þess sem það gas sem stígur upp frá fólki er mengandi í sjálfu sér.  Aukin sorpúrgangur, traðkað og spólað land og landsspjöll um allt land.  Stóriðja byggir á staðbundnum landssvæðum þar sem metnaður stjórnenda þeirra er lagður í snyrtilegt umhverfi og fullkominn hreinsunarbúnað.  Virkjanir kosta land sem er fyrirfram valið og kostir og gallar metnir í umhverfismati fyrir allann pakkann.  Allt er þetta háð löngu og ströngu ferli áðurnefnds umhverfismats.  Ferðamannaiðnaðurinn verður seint beislaður með umhverfismati. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála. Bendi á ágæta grein um þetta mál hér

Gestur Guðjónsson, 19.4.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband